Samfélagsmiðlar

Flugmenn gagnrýndir á þingi og af kollegum

Það stefnir í verkfall hjá flugmönnum Icelandair á morgun og 26 flug verða felld niður. Þriggja daga vinnustöðvun flugmanna Lufthansa hefur enn sem komið er litlu skilað nema gagnrýni á stéttina.

Flugmenn Lufthansa, umsvifamesta flugfélags Evrópu, lögðu niður störf í þrjá daga í byrjun apríl. Eru þeir ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á lífeyrisréttindum og eins krefjast þeir hærri launa. Vinnustöðvunin er talin hafa kostað fyrirtækið um 70 milljónir evra (um 11 milljarða króna) en aflýsa þurfti um fjögur þúsund ferðum og koma farþegum fyrir hjá öðrum flugfélögum eða í lestir. Deilan er ennþá óleyst og haft er eftir fjármálastjóra Lufthansa í fyrradag að hún útiloki ekki frekar verkföll.

Samkvæmt frétt Reuters hefur Lufthansa boðið flugmönnunum 5,2 prósenta hækkun sem nær aftur til apríl 2012 og fram til loka næsta árs. Flugmennirnir eru sáttir við afturvirku hækkunina en krefjast 4,6 prósenta viðbótar fyrir næstu 12 mánuði. Eins leggjast þeir gegn hugmyndum um að takmarka rétt þeirra til eftirlauna.

Þingmenn og kollegar ósáttir

Meðallaun flugmanna hjá Lufthansa eru um 2,3 milljónir króna á mánuði (um 15.000 evrur) eða fjórföld þýsk meðallaun samkvæmt frétt Reuters. Sú staðreynd hefur meðal annars orðið til þess að aðgerðirnar hafa verið gagnrýndar af þýskum þingmönnum, fjölmiðlafólki og ekki síst öðrum starfsmönnum Lufthansa. Flokksfélagi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði meðal annars að hann hefði litla samúð með vinnudeilum stéttar sem hefði álíka laun og kanslarinn sjálfur.

Í frétt Eyjunnar í dag kemur fram að flugstjórar Icelandair eru með tvisvar til þrisvar sinnum hærri laun en hinn almenni launamaður. Munurinn verður enn meiri ef dagpeningagreiðslur eru teknar með en þær geta numið um 200 til 300 þúsund krónum á mánuði samkvæmt Eyjunni.

Ekkert flug á vegum Icelandair á morgun

Fyrir stundu sendi Icelandair frá sér tilkynningu þess efnis að tuttugu og sex flug á vegum félagsins á morgun yrðu felld niður. Á heimasíðu Icelandair má fá nánari upplýsingar um hvaða ferðir er að ræða og hver réttindi farþega eru. Flugmenn félagsins hafa einnig boðað til tólf tíma vinnustöðvunar 16. og 20. maí. Þá verður tveggja daga verkfall 23. til 25. maí og aftur 30. maí til 3. júní.

Líkt og kom fram í frétt Túrista í gær þá stefnir í almennt verkfall hjá starfsmönnum lággjaldaflugfélagsins Norwegian innan nokkurra daga en samkvæmt breskri rannsókn eru flugmenn lággjaldaflugfélaga með lægri laun en starfsbræður hjá hefðbundnum félgum í átta af hverjum tíu tilfellum.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …