Það er auðvelt að fara í gjörólíkar dagsferðir frá Genf en sumar þeirra krefjast ferðalags út fyrir landamærin.
Drekka allt sjálfir
Í Vínbúðunum grípa þeir í tómt sem vilja prófa svissneskt áfengi og það kemur kannski ekki á óvart því heimamenn segja vínið sitt of gott til að deila með öðrum. Þeir sem kynna sér þennan hluta svissnesks landbúnaðar ættu að gera sér ferð til bæjarins Satigny sem er einn helsti vínræktarbærinn í Sviss. Þangað tekur aðeins tíu mínútur að komast með lest frá Genf. Við Entre Arve et Rhône eru nokkrar vínekrur og veitingastaðir þar sem kokkarnir halda í hefðirnar og því hægt að kynnast matar- og vínmenningu heimamanna á einu bretti.
Ítalskt leynivopn
Hinn kaþólski hertogi í Savoy reyndi ítrekað að ná Genf úr höndum Kalvinista með hervaldi en án árangurs. Hann reisti meiri að segja ítalskan bæ rétt við borgarmúrana í von um að Genfarbúar myndu fjölmenna þangað. Það tókst ekki þá en í dag er varla hægt að komast yfir íbúð í gamla hluta ítalska bæjarins sem nefnist Carouge. Þangað tekur aðeins nokkrar mínútur að komast með sporvagni frá Genf. Það þarf hins vegar að fara um áttatíu kílómetra til að komast í kastala hertogans sjálfs. Sá stendur við hinn enda Genfarvatns og er í dag einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Sviss. Á leiðinni þangað má til dæmis stoppa í hinu myndræna þorpi Hermance og jafnvel baða sig í vatninu áður en ferðinni er haldið áfram.
Í lok maí fer Icelandair jómfrúarflug sitt til Genfar og hér má lesa meira tengt ferðalögum til Genfar.
NÝJAR GREINAR: Einskonar Airwaves í Gautaborg – Hverfin í Vancouver
BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN