Hundar draga úr ferðagleðinni

Hundapössun er of dýr eða vandfundin og því fara eigendur dýranna á mis við hitt og þetta í lífinu samkvæmt bandarískri könnun.

Sjö af hverjum tíu hundaeigendum segja að dýrahaldið minnki líkurnar á óvæntum ferðalögum. Þetta kemur fram í könnun á vegum DogVacay, bandarískrar vefsíðu sem aðstoðar fólk að finna pössun fyrir hundana sína.

Það er þó ekki bara ferðalög sem hundaeigendur fara á mis við því helmingur svarenda segist hafa skrópað í fjölskylduhitting vegna hundsins og sjöundi hver hefur misst af brúðkaupi eða öðrum stórviðburði. Ástæðuna fyrir þessum vanda er sú að erfitt er finna pössun fyrir gæludýrin eða þeim þykir hundagæsla of dýr.

Samkvæmt frétt Skift.com bjóða sífellt fleiri hótel og ferðaskrifstofur vestanhafs upp á sérstaka þjónustu fyrir þá gesti sem taka hundana með sér í fríið.