Hvar eru klúbbsamlokurnar dýrastar?

Það er löng hefð fyrir því að nota verð á Big Mac hamborgara til bera saman verðlag í borgum heimsins. Hér eru hins vegar prísar á öðrum skyndibita notaðir í sama tilgangi.

Þó flugið héðan til Oslóar kosti alla jafna minna en til Kaupmannahafnar og London þá er líklegt að borga þurfi meira fyrir mat í norsku höfuðborginni. Alla vega fyrir samlokur með kjúkling, beikoni, salati og sósu eða svokallaðar klúbbsamlokur. Þetta sýna niðurstöður verðkönnunar hótelbókunarsíðunnar Hotels.com sem framkvæmd var í 28 stórborgum út um allan heim.

Klúbbsamlokan í Osló kostar aðeins meira en í London og Kaupmannahöfn en rétturinn er dýrastur í Genf í Sviss. Þar kostar brauðið að jafnaði 3662 krónur en næstdýrust er hún í höfuðborg Frakklands eins og sjá á má listanum hér fyrir neðan.

Í athugun Hotels.com voru fundin verð á nokkrum hótelveitingastöðum í hverri borg fyrir sig og síðan reiknað út meðalverð á þessum vinsæla rétti.

Meðalverð á klúbbsamlokum í 28 borgum

  1. Genf, Sviss: 3662 kr.
  2. París, Frakkland: 3299 kr.
  3. Helsinki, Finnland: 2736 kr.
  4. Stokkhólmur, Svíþjóð: 2702 kr.
  5. Osló, Noregur: 2674 kr.
  6. London, Bretland: 2546 kr.
  7. Tókýó, Japan: 2484 kr.
  8. Hong Kong: 2388 kr.
  9. Róm, Ítalía: 2386 kr.
  10. Kaupmannahöfn, Danmörk: 2354 kr.
  11. Seoul, S-Kórea: 2273 kr.
  12. Amsterdam, Holland: 2040 kr.
  13. New York, Bandaríkin: 2021 kr.
  14. Berlín, Þýskaland: 1937 kr.
  15. Sydney, Ástralía: 1902 kr.
  16. Dublin, Írland: 1815 kr.
  17. Madríd, Spánn: 1789 kr.
  18. Singapúr: 1726 kr.
  19. Moskva, Rússland: 1720 kr.
  20. Ríó, Brasilía: 1645 kr.
  21. Toronto, Kanada: 1578 kr.
  22. Peking, Kína: 1522 kr.
  23. Bogota, Kólumbía: 1522 kr.
  24. Taipei, Tævan: 1394 kr.
  25. Bangkok, Taíland: 1346 kr.
  26. Buenos Aires, Argentína: 1165 kr.
  27. Mexíkó borg, Mexíkó: 1098 kr.
  28. Nýja Delí, Indlandi: 986 kr.

 

TENGDAR GREINAR: Dagsferðir frá GenfFína borgin við vatnið
BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN