Lögfræðingur WOW air telur niðurstöðu dómsins ranga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi máli WOW Air gegn Isavia, Icelandair og Samkeppniseftirlitinu. Málinu er þó ekki lokið að hálfu íslenska lággjaldaflugfélagsins.

Í lok febrúar felldi áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að WOW air skyldi fá tvo afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til að sinna flugi til N-Ameríku. WOW air kærði þessa ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar og krafðist ógildingar á úrskurðinum. Héraðsdómari varð ekki við þeirri ósk. Segir í niðurstöðu dómsins sem féll í síðustu viku að málið hafi verið vanreifað og óljóst og því vísað frá.

Páll Rúnar M. Kristjánsson lögfræðingur WOW air segir í svari til Túrista að WOW air geti ekki fallist á þessa niðurstöðu og félagið muni kæra hana til Hæstaréttar. „Úthlutun Isavia á afgreiðslutímum stendur í vegi fyrir því að WOW air geti hafið flug til Bandaríkjanna og við það verður ekki unað. Núverandi ástand leiðir af sér fákeppni og oft einokun sem er til mikils tjóns fyrir neytendur, almenning og WOW air. Það er því ekkert annað að gera en að fara áfram með málið“, segir jafnframt í svari Páls.

TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN OG KAUPMANNAHÖFN
TENGDAR GREINAR: Deilt um flugvélastæðin í KeflavíkSegir Samkepnniseftirlitið leggja sér orð í munn
NÝTT: FRÖNSK FJÖLL OG SVISSNESKAR SVEITIR
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM