Meira en þriðjungi ferða aflýst

Vegna vinnustöðvunar flugmanna hjá Icelandair hefur félagið fellt niður fimmtíu og eitt flug. Það hefur riðlað ferðum um sjö þúsund farþega.

Á föstudag hófust verkfallsaðgerðir flugmanna hjá Icelandair þegar þeir lögðu niður störf í hálfan sólarhring. Þá þurfti að fella þurfti niður þrjátíu farþegaflug og í dag voru þau tuttugu og eitt.

Þetta er 35 prósent af öllu millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll þessa tvo daga samkvæmt talningu Túrista. Auk þess hefur mörgum öðrum ferðum Icelandair seinkað um nokkra klukkutíma vegna deilunnar. Áætlun Wow Air, Easy Jet, Norwegian og SAS hefur haldist.

Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair hafa um sjö þúsund farþegar þurft að breyta ferðum sínum vegna verkfallsaðgerðanna. Á morgun er gert ráð fyrir að að flugáætlun félagsins verði með eðlilegum hætti.

Næsta vinnustöðvun flugmanna Icelandair er boðuð núna á föstudaginn.

BÍLALEIGUBÍLAR: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUM
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN