Samfélagsmiðlar

Gist á splunkunýju hóteli

Það er víðar en hér á landi sem hóteleigendur eru stórhuga og reisa nýja gististaði. Hér eru nokkrir nýir af nálinni í borgunum sem íslenskir túristar venja komur sínar til.

Það er ekki óalgengt að hægt sé að fá vænan afslátt á nýjum hótelum. Alla vega rétt á meðan starfsfólkið er að ná áttum í húsinu, iðnaðarmenn ljúka störfum og bókunardeildin lærir á markaðinn. Samkvæmt lauslegri athugun er hægt að gera ágætis kaup á gistinginu á þessum fjórum hótelum sem eiga það eitt sameiginlegt að þar hafa fáir eytt nóttinni.

Miss Clara – fimm stjörnur í Stokkhólmi

Lengi vel var starfræktur stúlknaskóli í virðulegri byggingu rétt við Hötorget í miðborg Stokkhólms. Kynjaskipting í sænskum skólum heyrir hins vegar sögunni til og húsnæðinu hefur verið breytt í lúxus hótel sem ber heitið Miss Clara. Herbergin eru flest með stórum gluggum og er mælst til þess að gestirnir gefi sér tíma til að setjast á púðana í gluggakistunni og horfa út breiðgötuna Sveavägen og kirkju Adolfs Friðriks. Í dag er Miss Clara ódýrasta fimm stjörnu hótelið í Stokkhólmi og kostar nóttin um þrjátíu þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Miss Clara

Wake Up – ódýrt í miðborg Kaupmannahafnar

Rétt við aðallestarstöðina í Kaupmannahöfn stendur grátt háhýsi Wake up. Hótelinu var ætlað að svara kalli ferðamanna eftir ódýrri gistingu í höfuðborginni og það virðist hafa gengið eftir því í síðustu viku opnaði nýtt útibú Wake up við Borgergade, stuttan spöl frá Kóngsins nýjatorgi. Sem fyrr er fókusinn er á ódýra gistingu í hjarta borgarinnar. Billegustu herbergin eru á tæpar átta þúsund íslenskar.

Sjá heimasíðu Wake Up Copenhagen

Ace Hotel – Vagg og velta í London

Fyrir fimmtán árum síðan var ekki algengt að hótel væru til húsa í hráum byggingum og innréttuðum með notuðum mubblum. Í dag þykir þetta hins vegar móðins þökk sé stofnanda Ace hótelsins í Seattle. Í haust opnaði fyrsti evrópski gististaður Ace í Shoreditch hverfinu í London og þar halda menn tryggð við formúluna sem hefur fengið svo góðan hljómgrunn meðal ferðamanna síðustu ár. Þrátt fyrir rokkaraútlitið þá kostar sitt að búa á Ace hótelinu og nóttin er á um tuttugu og fimm þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Ace Hotel í London

Room Mate Amsterdam – Herbergisfélagi í Amsterdam

Nýjasti gististaður spænsku hótelkeðjunnar Room Mate heiti Aitana og er til húsa á manngerði eyju stuttan spöl frá aðallestarstöðina í Amsterdam. Herbergisgluggarnir ná frá hólfi niður í gólf í þessu glerháhýsi og útsýnið því gott, sérstaklega frá efstu hæðunum. Ódýrustu herbergin eru á um sextán þúsund krónur.

Sjá heimasíðu Room Mate hótelsins í Amsterdam

 

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …