Nýta sparnaðinn helst í ferðalög

Stærsti hluti þess sem Svíar leggja fyrir í hverjum mánuði á að standa undir útgjöldum vegna ferðalaga. Miklu fleiri gera það í dag en fyrir áratug síðan. MEIRA

 

 

 

Stærsti hluti þess sem Svíar leggja fyrir í hverjum mánuði á að standa undir útgjöldum vegna ferðalaga. Miklu fleiri gera það í dag en fyrir áratug síðan.

Það kostar sitt að ferðast jafnvel þó ekki sé farið út fyrir landsteinana. Það er því ekki ólíklegt að margir þurfi að sýna smá aðhald eftir sumarfríið þegar kreditkortareikningurinn kemur. Það auðveldar því tilveruna að hafa sparað smá til að standa undir þeim útgjöldum sem fylgja ferðalaginu og það gera Svíar í auknum mæli.

Varasjóður í viðhald

Fyrir tíu árum síðan sögðust aðeins tveir af hverjum tíu Svíum leggja fyrir til að eiga fyrir næsta ferðalagi en í dag er hlutfallið þrisvar sinnum hærra. Samkæmt frétt Dagens Nyheter eru óvænt útgjöld vegna fasteigna næst algengasta ástæðan fyrir sparnaði í Svíþjóð en færri vilja eiga varasjóð til að standa undir hærri vöxtum, breyttri hjúskapsstöðu eða dauðsfalli í fjölskyldunni.

TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN OG KAUPMANNAHÖFN

HÓTEL: HVAÐ KOSTAR GISTINGIN?
TENGDAR GREINAR: MUN FLEIRI FERÐAST TIL ÚTLANDA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM