Sex sinnum ódýrara að leigja bíl í Alicante en Osló

Það kostar sitt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni og eins og sjá má hér þá eru leiguverðið mjög mismunandi eftir borgum. Túristi kannaði dagsprísana á bílaleigum á nokkrum af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga í Evrópu.

Sá sem leigir bíl af minnstu gerð í hálfan mánuð í júní á flugvellinum í Osló borgar um 7.500 krónur á dag fyrir ökutækið á meðan sá sem fór til Alicante á Spáni greiðir rúmar tólf hundrað krónur. Verðmunurinn á leiguverðinu á þessum tveimur áfangastöðum er því nærri sexfaldur.

Það getur einnig verið töluverður munur innan hvers lands fyrir sig. Þannig er um helmingi ódýrara að leigja bíl í Billund en á Kaupmannahafnarflugvelli og leigan í Munchen er mun hærri en Berlín og Frankfurt.

Hér fyrir neðan má sjá hvað það kostar að leigja á bíl á 15 evrópskum flugvöllum þar sem íslenskir ferðamenn hefja oft ferðalagið um álfuna. Notuð var leitarvél Rentalcars en verðkannanir Túrista hafa leitt í ljós að þar má oft finna lægstu verðin.

Leiguverð á dag ef leigður er bíll í 2 vikur í júní
– smellið á borgarheitið til að gera verðsamanburð á viðkomandi flugvelli:

 1. Alicante: 1.225 kr.
 2. Barcelona: 1.492 kr.
 3. Billund: 2.529 kr.
 4. París: 2.556 kr.
 5. Lyon: 2.597 kr.
 6. London: 2.751 kr.
 7. Amsterdam: 2.809 kr.
 8. Frankfurt: 3.248 kr.
 9. Kaupmannahöfn: 3.360 kr.
 10. Berlín: 3.545 kr.
 11. Mílanó: 3.649 kr.
 12. Stokkhólmur: 3.903 kr.
 13. Zurich: 4.420 kr.
 14. Munchen: 4.256 kr.
 15. Osló: 7.467 kr.

Til samanburðar má geta að sá sem leigir bíl í hálfan mánuð á Keflavíkurflugvelli borgar 6.375 krónur á dag.

TENGDAR GREINAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubílVerðsveiflur á bílaleigum Flórída
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU