Ódýrari flugmiðar fyrir stangastökkvara

Farþegar skandinavíska flugfélagsins SAS þurfa ekki lengur að borga aukalega fyrir að taka með sér farangur sem tekur meira pláss en hefðbundin ferðataska.

Það er tekið sérstaklega fram á heimasíðu Icelandair að þeir sem ferðast með búnað fyrir stangastökk verði að greiða aukalega 11.800 krónur fyrir hvern fluglegg. Sama gildir um þann sem ferðast með seglbretti eða kajak.

Sambærilegar takmarkanir hafa verið á innrituðum farangri hjá skandinavíska flugfélaginu SAS en þær hafa nú verið fjarlægðar. Í tilkynningu frá félaginu segir að hér eftir megi farþegar nýta farangursheimildina sína fyrir töskur af öllum stærðum og gerðum svo lengi sem þær eru innan við 23 kíló.

Stangastökkvarar geta því komist hjá háum aukagjöldum með því að velja SAS og taka fötin með í handfarangri því áfram má bara innrita eina tösku hjá félaginu án aukakostnaðar. Þetta geta kylfingar og skíðafólk líka gert hjá Icelandair en farþegar Wow Air greiða 3.995 krónur fyrir allan sérfarangur.

SAS flýgur hingað frá Osló allt árið um kring.

BÍLALEIGUBÍLAR: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á HÓTELI VIÐ RÁÐHÚSTORGIÐ Í KÖBEN