Ódýrast að fljúga til Oslóar

Sem fyrr kostar lægsta farið til Oslóar nokkru minna en flugmiði til London eða Kaupmannahafnar. Hér má sjá lægstu fargjöld flugfélaganna í byrjun sumars og í ágúst..

Fyrir nákvæmlega ári síðan kostaði að lágmarki 48 þúsund krónur að bóka far til Oslóar eftir fjórar vikur. Í dag er ódýrasti miðinn á rúmar þrjátíu þúsund krónur og bjóða öll þrjú flugfélögin á þessari flugleið ódýrari fargjöld nú en fyrir ári siðan. Lægstu fargjöldin til þessara Kaupmannahafnar og London eru á svipuðu róli og í fyrra en þó hafa félögin með sér sætaskipti. Núna er ódýrasta farið til höfuðborgar Danmerkur hjá Icelandair en félagið er mun dýrari kostur en easy Jet í júní. Súluritin hér fyrir neðan sýna hvernig ódýrustu fargjöldin, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, hafa þróast milli ára. Á næstu síðu má sjá hver ódýrustu fargjöld flugfélaganna eru í viku 24 (9.-15.júní) og viku 32 (4.-10.ágúst).

Í könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, ef bókað er með fjögurra og tólf vikna fyrirvara og bókunar- og farangursgjaldi er bætt við. Ferðirnar eru innan sömu viku og miðað er við að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM