Sérvaldir kofar og sumarbústaðir til leigu

cabinism ny

Það getur verið ógerningur að fletta í gegnum allar þessar netsíður sem bjóða upp á orlofsíbúðir og sumarhús í útlöndum. Dani nokkur hefur gert leitina miklu einfaldari, alla vega fyrir þá sem hafa sama smekk og hann.

Eitt íslenskt hús kemst á lista hjá Heine Øster Hansen yfir þá sumarbústaði sem hann gæti hugsað sér að leigja í fríinu. Á síðunni Cabinism birtir hann myndir af úrvalinu og eins og sjá má eru húsin af öllum stærðum og gerðum. Sum kosta helling, önnur miklu minna og í einu þeirra, norsku neyðarskýli, borga næturgestir ekki krónu.

Hér má skoða sérvöldu sumarhúsin.