Samfélagsmiðlar

Eftirspurnin eykst þegar fyrstu gestirnir koma heim

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hóf nýverið starfsemi hér á landi og á morgun fer fyrsta vél félagsins frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi. Framkvæmdastjórinn er ánægður með viðtökurnar og segir helming sætanna hafa selst.

„Það er reynsla okkar af öðrum mörkuðum að um leið og fyrstu farþegarnir koma heim þá eykst áhuginn á ferðunum til muna. Aðbúnaðurinn á hótelunum og þjónustan mun koma gestunum þægilega á óvart og þeir koma því til með að segja öðrum frá fríinu. Sérstaklega kunna börnin að meta það að þau geti verið í barnaklúbbi þar sem talað er við þau á þeirra eigin tungumáli,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar. Fyrsta farþegar félagsins frá Íslandi leggja í hann til Tyrklands á morgun.

Helmingur sætanna seldur

Í upphafi stóð til að selja um tvö þúsund sæti í ferðir Nazar frá Íslandi í sumar en þremur brottförum var bætt við og jókst þá framboðið um fjórðung. Kemal segir að í dag hafi helmingurinn selst og það sé aðeins minna hlutfall en á öðrum mörkuðum félagsins en þar sem þetta er fyrsta starfsárið á Íslandi þá er hann mjög ánægður með söluna.

Fyrstu ferðir félagsins voru uppseldar þar sem aðeins mátti selja 174 sæti í þoturnar sem rúma 189 farþega. Ástæðan er sú að flugtíminn er langur og því má vélin ekki vera fullhlaðin. En þar sem stór hluti farþeganna eru börn þá hafi flugfélagið gefið leyfi fyrir því að fleiri farþegar bættust við og þar af leiðandi eru nokkur sæti til viðbótar til sölu í fyrstu tvær ferðirnar.

Íslendingar bóka sömu hótel og aðrir

Nazar býður upp á sólarlandaferðir frá tugum flugvalla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og aðspurður um hvort þarfir Íslendinga séu á einhvern hátt frábrugnar frá frændþjóðunum telur Kemal að svo sé ekki. Hann segir að þau hótel sem njóti mestra vinsælda hér á landi séu þau sömu og hinar þjóðirnar kjósi helst og það séu gististaðir þar sem boðið er upp á íslenska barna- og unglingaklúbba. Hann nefnir þó að hlutfallslega bóki Íslendingar meira af dýrustu hótelunum.

Myndi vilja bjóða upp á ferðir til Spánar

Í ár mun Nazar eingöngu bjóða upp á ferðir héðan til Tyrklands og nú þegar er hægt að bóka sæti í ferðir þangað fyrir næsta sumar. Í ár verður aðeins flogið yfir sumarmánuðina en á næsta ári mun ferðatímabilið hefast um miðjan maí og ná inn í október. Kemal segist einnig hafa áhuga á að bæta við ferðum til Costa del Sol á Spáni en þó ekki í leiguflugi á vegum ferðaskrifstofunnar. Hann myndi því gjarnan vilja að koma farþegum sínum þangað með áætlunarflugi en það er á boðstólum eins og er. Hann vonast til að íslenskt eða spænskt flugfélag hefji flug milli Keflavíkur og Malaga sem fyrst.

Byrjuðu með allt innifalið

Líkt og kom fram hér á síðunni þá segjast forsvarsmenn þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins hafa orðið varir við minni áhuga meðal Íslendinga á ferðum þar sem allur matur er innifalinn í gistingunni. Aðspurður um hvort það sama sé upp á teningnum hjá Nazar bendir Kemal á að allir farþegar félagsins, sem leggja í hann á morgun, hafi bókað hótel þar sem allt er innifalið. Hann segir að áður en Nazar hóf að bjóða upp á þess háttar ferðir hafi þær ekki tíðkast á Norðulöndum en vinsældirnar aukist árlega og segist Kemal fullviss um að fríið verði ódýrara þegar þess háttar hótel eru bókuð.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM OG HÓTELUM ÚT UM ALLAN HEIM
TENGDAR GREINAR: Sólarlandaferðir seljast betur en í fyrraÆtla að selja Íslendingum tíu þúsund sólarlandaferðir á ári


Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …