Samfélagsmiðlar

Eftirspurnin eykst þegar fyrstu gestirnir koma heim

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hóf nýverið starfsemi hér á landi og á morgun fer fyrsta vél félagsins frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi. Framkvæmdastjórinn er ánægður með viðtökurnar og segir helming sætanna hafa selst.

„Það er reynsla okkar af öðrum mörkuðum að um leið og fyrstu farþegarnir koma heim þá eykst áhuginn á ferðunum til muna. Aðbúnaðurinn á hótelunum og þjónustan mun koma gestunum þægilega á óvart og þeir koma því til með að segja öðrum frá fríinu. Sérstaklega kunna börnin að meta það að þau geti verið í barnaklúbbi þar sem talað er við þau á þeirra eigin tungumáli,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar. Fyrsta farþegar félagsins frá Íslandi leggja í hann til Tyrklands á morgun.

Helmingur sætanna seldur

Í upphafi stóð til að selja um tvö þúsund sæti í ferðir Nazar frá Íslandi í sumar en þremur brottförum var bætt við og jókst þá framboðið um fjórðung. Kemal segir að í dag hafi helmingurinn selst og það sé aðeins minna hlutfall en á öðrum mörkuðum félagsins en þar sem þetta er fyrsta starfsárið á Íslandi þá er hann mjög ánægður með söluna.

Fyrstu ferðir félagsins voru uppseldar þar sem aðeins mátti selja 174 sæti í þoturnar sem rúma 189 farþega. Ástæðan er sú að flugtíminn er langur og því má vélin ekki vera fullhlaðin. En þar sem stór hluti farþeganna eru börn þá hafi flugfélagið gefið leyfi fyrir því að fleiri farþegar bættust við og þar af leiðandi eru nokkur sæti til viðbótar til sölu í fyrstu tvær ferðirnar.

Íslendingar bóka sömu hótel og aðrir

Nazar býður upp á sólarlandaferðir frá tugum flugvalla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og aðspurður um hvort þarfir Íslendinga séu á einhvern hátt frábrugnar frá frændþjóðunum telur Kemal að svo sé ekki. Hann segir að þau hótel sem njóti mestra vinsælda hér á landi séu þau sömu og hinar þjóðirnar kjósi helst og það séu gististaðir þar sem boðið er upp á íslenska barna- og unglingaklúbba. Hann nefnir þó að hlutfallslega bóki Íslendingar meira af dýrustu hótelunum.

Myndi vilja bjóða upp á ferðir til Spánar

Í ár mun Nazar eingöngu bjóða upp á ferðir héðan til Tyrklands og nú þegar er hægt að bóka sæti í ferðir þangað fyrir næsta sumar. Í ár verður aðeins flogið yfir sumarmánuðina en á næsta ári mun ferðatímabilið hefast um miðjan maí og ná inn í október. Kemal segist einnig hafa áhuga á að bæta við ferðum til Costa del Sol á Spáni en þó ekki í leiguflugi á vegum ferðaskrifstofunnar. Hann myndi því gjarnan vilja að koma farþegum sínum þangað með áætlunarflugi en það er á boðstólum eins og er. Hann vonast til að íslenskt eða spænskt flugfélag hefji flug milli Keflavíkur og Malaga sem fyrst.

Byrjuðu með allt innifalið

Líkt og kom fram hér á síðunni þá segjast forsvarsmenn þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins hafa orðið varir við minni áhuga meðal Íslendinga á ferðum þar sem allur matur er innifalinn í gistingunni. Aðspurður um hvort það sama sé upp á teningnum hjá Nazar bendir Kemal á að allir farþegar félagsins, sem leggja í hann á morgun, hafi bókað hótel þar sem allt er innifalið. Hann segir að áður en Nazar hóf að bjóða upp á þess háttar ferðir hafi þær ekki tíðkast á Norðulöndum en vinsældirnar aukist árlega og segist Kemal fullviss um að fríið verði ódýrara þegar þess háttar hótel eru bókuð.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM OG HÓTELUM ÚT UM ALLAN HEIM
TENGDAR GREINAR: Sólarlandaferðir seljast betur en í fyrraÆtla að selja Íslendingum tíu þúsund sólarlandaferðir á ári


Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …