Samfélagsmiðlar

Eftirspurnin eykst þegar fyrstu gestirnir koma heim

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hóf nýverið starfsemi hér á landi og á morgun fer fyrsta vél félagsins frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi. Framkvæmdastjórinn er ánægður með viðtökurnar og segir helming sætanna hafa selst.

„Það er reynsla okkar af öðrum mörkuðum að um leið og fyrstu farþegarnir koma heim þá eykst áhuginn á ferðunum til muna. Aðbúnaðurinn á hótelunum og þjónustan mun koma gestunum þægilega á óvart og þeir koma því til með að segja öðrum frá fríinu. Sérstaklega kunna börnin að meta það að þau geti verið í barnaklúbbi þar sem talað er við þau á þeirra eigin tungumáli,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar. Fyrsta farþegar félagsins frá Íslandi leggja í hann til Tyrklands á morgun.

Helmingur sætanna seldur

Í upphafi stóð til að selja um tvö þúsund sæti í ferðir Nazar frá Íslandi í sumar en þremur brottförum var bætt við og jókst þá framboðið um fjórðung. Kemal segir að í dag hafi helmingurinn selst og það sé aðeins minna hlutfall en á öðrum mörkuðum félagsins en þar sem þetta er fyrsta starfsárið á Íslandi þá er hann mjög ánægður með söluna.

Fyrstu ferðir félagsins voru uppseldar þar sem aðeins mátti selja 174 sæti í þoturnar sem rúma 189 farþega. Ástæðan er sú að flugtíminn er langur og því má vélin ekki vera fullhlaðin. En þar sem stór hluti farþeganna eru börn þá hafi flugfélagið gefið leyfi fyrir því að fleiri farþegar bættust við og þar af leiðandi eru nokkur sæti til viðbótar til sölu í fyrstu tvær ferðirnar.

Íslendingar bóka sömu hótel og aðrir

Nazar býður upp á sólarlandaferðir frá tugum flugvalla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og aðspurður um hvort þarfir Íslendinga séu á einhvern hátt frábrugnar frá frændþjóðunum telur Kemal að svo sé ekki. Hann segir að þau hótel sem njóti mestra vinsælda hér á landi séu þau sömu og hinar þjóðirnar kjósi helst og það séu gististaðir þar sem boðið er upp á íslenska barna- og unglingaklúbba. Hann nefnir þó að hlutfallslega bóki Íslendingar meira af dýrustu hótelunum.

Myndi vilja bjóða upp á ferðir til Spánar

Í ár mun Nazar eingöngu bjóða upp á ferðir héðan til Tyrklands og nú þegar er hægt að bóka sæti í ferðir þangað fyrir næsta sumar. Í ár verður aðeins flogið yfir sumarmánuðina en á næsta ári mun ferðatímabilið hefast um miðjan maí og ná inn í október. Kemal segist einnig hafa áhuga á að bæta við ferðum til Costa del Sol á Spáni en þó ekki í leiguflugi á vegum ferðaskrifstofunnar. Hann myndi því gjarnan vilja að koma farþegum sínum þangað með áætlunarflugi en það er á boðstólum eins og er. Hann vonast til að íslenskt eða spænskt flugfélag hefji flug milli Keflavíkur og Malaga sem fyrst.

Byrjuðu með allt innifalið

Líkt og kom fram hér á síðunni þá segjast forsvarsmenn þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins hafa orðið varir við minni áhuga meðal Íslendinga á ferðum þar sem allur matur er innifalinn í gistingunni. Aðspurður um hvort það sama sé upp á teningnum hjá Nazar bendir Kemal á að allir farþegar félagsins, sem leggja í hann á morgun, hafi bókað hótel þar sem allt er innifalið. Hann segir að áður en Nazar hóf að bjóða upp á þess háttar ferðir hafi þær ekki tíðkast á Norðulöndum en vinsældirnar aukist árlega og segist Kemal fullviss um að fríið verði ódýrara þegar þess háttar hótel eru bókuð.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM OG HÓTELUM ÚT UM ALLAN HEIM
TENGDAR GREINAR: Sólarlandaferðir seljast betur en í fyrraÆtla að selja Íslendingum tíu þúsund sólarlandaferðir á ári


Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …