Svona pakka heimsmenn ofan í tösku

Það er ekki alltaf auðvelt að koma fínni flíkunum fyrir ofan í ferðatösku og skórnir taka alltof of mikið pláss. Hér sýna nokkrir reynsluboltar í viðskiptaferðalögum hvernig þeir raða farangrinum fallega.

Þessir karlar eru alltaf á ferðinni og komast ekki upp með að vera í flíspeysum og gallabuxum í vinnunni. Eins og sjá má á töskunum og flíkunum sem þeir taka með sér í ferðalagið þá eru þetta smekkmenn sem velja aðeins það besta líkt og mennirnir í auglýsingum Sævar Karls hér um árið. Þeir sem vilja minnka líkurnar á að vera í krumpuðum fötum í útlöndum geta vafalítið lært eitthvað af þessum spjátrungum.