Dýrt að taka tvær töskur með í fríið

Þeir sem þurfa að taka með sér mikinn farangur í flugið til meginlands Evrópu þurfa í mörgum tilfellum að leggja út rúmlega tíu þúsund krónur fyrir að innrita tvær töskur.

Ertu á leiðinni í langt frí og kemst farangurinn ekki í eina tösku? Þá gætirðu þurft að borga um fjögur til ellefu þúsund krónur fyrir aukatösku hvora leið. Fram og tilbaka gæti gjaldið því numið á þriðja tug þúsunda sem er meira en ódýrasta farið héðan til útlanda kostar.

Minni farangursheimild í Evrópuflugi

Þegar flogið er héðan til Bandaríkjanna fá farþegar að innrita tvær ferðatöskur án aukakostnaðar bæði hjá Delta og Icelandair. Farangursreglur flugfélaganna sautján sem fljúga til Evrópu frá Keflavíkurflugvelli í sumar eru hins vegar allt aðrar og mismunandi efir hverju félagi. Hjá sjö þeirra þarf til að mynda að borga fyrir allan innritaðan farangur og algengt er að gjaldið sé um fjögur þúsund krónur fyrir hvern fluglegg.

Íslensku félögin með þeim ódýrari

Öll félögin rukka hins vegar aukalega þá farþega sem taka með sér tvær töskur og í flestum tilfellum er gjaldið fyrir seinni töskuna mun hærra en fyrir þá fyrri. Hjá þýska lágjaldaflugfélaginu German Wings borga farþegar til að mynda um tvö þúsund krónur fyrir eina tösku en ef önnur bætist við þá kostar farið fyrir hana rúmar 11.515 krónur.

Airberlin og Vueling leggja einnig álíka mikið á seinni töskuna á meðan hver taska kostar það sama hjá easyJet. Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá er gjaldið fyrir aukatösku, hámarksþyngd 20 eða 23 kíló, einna lægst hjá íslensku félögunum Icelandair og WOW air en norska lággjaldaflugfélagið Norwegian rukkar minnst.

 

ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM