Þriðja hver ferð til Bretlands

Það var flogið beint til 30 borga í apríl og bættust nokkrar við frá því í mars. Hér þær tíu borgir sem oftast var farið til.

Í síðasta mánuði hófst áætlunarflug Easy Jet til Basel í Sviss og sumarflug til Alicante, Billund, Stavanger og Þrándheims byrjaði á ný. Þar með voru borgirnar þrjátíu talsins sem flogið var til frá Keflavík í apríl.

Í þessum mánuði fer Icelandair jómfrúarflug sín til Genfar í Sviss og Vancouver í Kanada og í júní geta flugfarþegar hér á landi flogið beint til 50 borga.

Fimmtungi fleiri ferðir

Það voru farnar 833 áætlunarferðir í apríl og í þriðju hverri ferð var stefnan sett á breskan flugvöll samkvæmt talningu Túrista. Eins og áður eru ferðirnar tíðastar til London, Kaupmannahafnar og Oslóar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í apríl:

  1. London: 18,5%
  2. Kaupmannahöfn: 11,4%
  3. Osló 9,1%
  4. New York 5,6%
  5. París: 5,3%
  6. Boston: 4,3%
  7. Stokkhólmur: 4%
  8. Amsterdam: 4%
  9. Seattle: 3,6%
  10. Frankfurt: 3,6%

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim