Vasaþjófar vaxandi vandamál í Berlín

Túristum hefur fjölgað hratt í höfuðborgar Þýskalands síðustu ár en því miður fylgja ferðamannastraumnum leiðinlegir fylgifiskar.

Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um 21 þúsund vasaþjófnaði í Berlín og er það aukning um nærri fimmtung frá árinu á undan. Talan er lygilega há og tvöfalt hærri en hún var fyrir fimm árum síðan. Samkvæmt frétt Politiken stendur lögreglan ráðþrota frammi fyrir þessum aukna vanda því í aðeins fjórum af hverjum hundrað tilfellum næst þjófurinn.

Ástandið verst í Mitte og Kreuzberg

Flestir eru hnuplaðir í mannþröng á lestarstöðvum eða í vöruhúsum og eins eru gestir kaffihúsa og veitingastaða reglulega rændir. Til dæmis þegar þeir skilja veskið eftir í jakka sem hangir á stólbaki eða setja verðmæti í tösku sem liggur á gólfinu. Margir verða því fyrst varir við þjófnaðinn þegar þeir grípa í tómt þegar borga á reikning eða hringja. Þar af leiðandi er erfitt að koma löggunni á rétt spor. Samkvæmt frétt danska blaðsins er algengast að fólk sé rænt í Mitte og Kreuzberg en þeir borgarhlutar njóta einmitt mikilla vinsælda meðal ferðamanna.

TENGDAR GREINAR: ÞAR SEM ÍSLENSKIR FERÐAMENN ERU RÆNDIRHÉR SKALTU PASSA ÞIG Á VASAÞJÓFUM

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTEL OG BÍLALEIGUBÍLUM