Áfangastöðum fjölgaði um helming milli mánaða

Í maí var boðið upp á áætlunarflug til 43 borga frá Keflavík en í apríl voru þær þrjátíu. Flugfélögunum fjölgaði líka töluvert milli mánaða.

Háannatími ferðaþjónustunnar er á næsta leiti og þá fjölgar ferðunum til og frá Keflavíkurflugvelli. Í ár verður framboð á flugi meira en í fyrra og til að mynda fjölgaði ferðunum í síðasta mánuði um fjórðung miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Ein helsta skýringin á þessum mun er sú að erlendu flugfélögin hefja Íslandsflug sitt fyrr en venjulega.

Lundúnarflugið dregst saman

Í vetur lét nærri að fjórða hver vél sem tók á loft í Keflavík setti stefnuna á flugvöll í nágrenni við höfuðborg Bretlands. Á sumrin fækkar ferðunum þangað á meðan þeim fjölgar á flesta aðra áfangastaði. London er þó áfram sá staður sem oftast er flogið til frá Keflavík eins og sjá má listanum hér fyrir neðan.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í maí í brottförum talið:

  1. London: 13,6%
  2. Kaupmannahöfn: 11,4%
  3. Osló: 8,3%
  4. París: 6,6%
  5. New York 5,9%
  6. Boston: 4,8%
  7. Stokkhólmur: 4%
  8. Amsterdam: 3,4%
  9. Frankfurt: 2,9%
  10. Seattle og Helsinki: 2,7%

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim