Biðja barþjóna um að gefa flugfarþegum minna að drekka

Á síðasta ári komu upp átta þúsund tilvik þar sem fullir flugfarþegar voru til mikilla vandræða í háloftunum. Samtök flugfélaga biðla til flugvallarstarfsmanna.

Fréttir af útúrdrukknum flugfarþegum rata reglulega í fréttir enda veldur framkoma þeirra oft miklum usla um borð. Þetta vandamál var til umræðu á ársfundi IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga, nýverið og vilja forráðamenn þeirra meina að of margir farþegar stígi ofurölvi um borð. Vandamálið skrifist því ekki á vinveitingar í vélunum heldur á barina í flugstöðvunum.

Samtökin beina því þeim tilmælum til starfsmanna á veitingastöðum í brottfararsölum flughafna að hætta að afgreiða drukkna viðskiptavini. Segir ritari IATA að þessi ósk sé sett fram til að auka öryggi farþega og áhafna.

Samkvæmt frétt danska vefmiðilsins Standby voru teknar skýrslur af átta þúsund farþegum á síðasta ári sem höfðu ollið vandræðum með hegðun sinni.

Fullir sólarlandagestir á svartan lista

Líkt og Túristi greindi frá þá kom til tals í Noregi að allir þeir sem gerst hafi sekir um dólgslæti í flugi eða í skipulögðum sólarlandaferðum verði settir á svartan lista og fái ekki að kaupa fleiri ferðir. Forsvarsmenn flugfélagains Turkish Airlines hafa einnig áhyggjur og hafa íhugað að hætta að veita vín í Rússlandsflugi félagsins eftir að hafa endurtekið þurft að biðja lögregluna um að sækja drukkna rússnenska ólátabelgi í vélar félagsins.

Enn sem komið er hefur þó ekki verið gripið til þessara aðgerða og kannski gerist þess ekki þörf ef barþjónar á flugstöðvum neita fullum farþegum oftar um fleiri drykki.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTEL OG BÍLALEIGUBÍLUM

SÓLARLANDAFERÐIR Á TILBOÐI

NÝJAR GREINAR: Soltinn í SeattleHvað kostar maturinn um borð?
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR AF HÓTELGISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN OG 10% AF HÓTELÍBÚÐUM Í BERLÍN