Dýrustu og ódýrustu ferðamannaborgirnar

Það kostar mest að vera í borgarferð í Evrópu en minnst í Suðaustur-Asíu samkvæmt athugun Tripadvisor.

Par sem fer út að út að borða, kaupir sér vín með matnum, kokteil á eftir og tekur svo leigubíl heim á fjögurra stjörnu hótel greiðir um sextíu þúsund krónur fyrir allt saman ef dvalið er í London. Annars staðar er þessi pakki ódýrari samkvæmt athugun ferðasíðunnar Tripadvisor sem hefur borið saman verðlag í 48 vinsælum ferðamannaborgum.

Eins og sjá má hér fyrir neðan á Evrópa marga fulltrúa á listanum yfir dýrustu áfangastaðina en aðeins þrjár evrópskar borgir komast á lista þeirra ódýrustu.

Frá Keflavík er flogið beint til níu af þeim tíu dýrustu en engin af borgunum á lista þeirra ódýrustu er hluti að leiðakerfi flugfélaganna hér á landi. Þó er reglulega boðið upp á pakkaferðir til Prag og Búdapest.

Dýrustu ferðamannaborgirnar Ódýrustu ferðamannaborgirnar
1. London 1. Hanoi
2. París 2. Jakarta
3. New York 3. Sharm el sheik
4. Stokkhólmur 4. Bangkok
5. Osló 5. Sófía
6. Zurich 6. Höfðaborg
7. Kaupmannahöfn 7. Mumbaí
8. Helsinki 8. Kuala Lumpur
9. Toronto 9. Prag
10. Sydney 10. Búdapest

SÓLARLANDAFERÐIR Á TILBOÐI

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM