Farið hjá Icelandair hækkaði mest

Á sumrin eru fargjöld í hæstu hæðum og þá borgar sig oftast að bóka snemma. Það er þó ekki algilt, til dæmis hefur farið með Norwegian lækkað um nærri þriðjung og verðin hjá WOW air og easyJet standa í stað.

Um miðjan apríl kostaði ódýrasta farið til Kaupmannahafnar, í annarri viku júlímánaðar, 65.530 krónur hjá Icelandair en 66.228 hjá WOW air, að viðbættu farangursgjaldi. Í dag hefur verðið lægsta verðið lækkað um tvö þúsund krónur hjá WOW air en hækkað um rúmar tíu þúsund hjá Icelandair. Farmiðar til Oslóar og London eru einnig dýrari í dag hjá Icelandair en standa nær í stað hjá easyJet, SAS og WOW air. Hins vegar hefur farið með Norwegian til Oslóar lækkað um þriðjung og kostar aðeins 17.364 krónur þú stutt sé í brottför.

Í könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin báðar leiðir innan sömu viku ef bókað er með fjögurra eða tólf vikna fyrirvara. Lágmarksdvöl er tvær nætur og farangurs- og bókunargjöldum er bætt við. Á næstu síðu má sjá hver fargjöldin hjá hverju félagi fyrir sig í júlí og september.

Lægsta farið til London, Oslóar og Kaupmannahafnar vikuna 7.-13.júlí ef bókað 16. apríl eða í dag

Dýrara en í fyrra – sjá á næstu síðu hvernig lægstu fargjöld hafa þróast milli ára