Flottur bar í ljótu háhýsi

Það er engin sérstök prýði af hæsta húsinu í Sviss. Það er hins vegar notalegt að koma þar við á leið um einn skemmtilegasta hluta Zurich.

Í gamla iðnaðarhverfinu í vesturhluta Zurich stendur hinn 126 metra hái Prime Tower sem mun vera hæsta byggingin í Sviss. Turninn er ein þeirra nýbygginga sem reistar hafa verið milli gamalla verksmiðja í þessum borgarhluta eftir að iðnaðurinn flutti að mestu út fyrir borgarmörkin. Nú hafa aðrar atvinnugreinar tekið vesturbæinn yfir og þar blómstrar líka menningin og veitingahúsaflóran er mjög fjölbreytt.

Það er því ekki að undra að sífellt fleiri ferðamenn leggi leið sína þangað eftir að hafa gert hinum fallega miðhluta borgarinnar góð skil. Það er nefnilega mjög áhugavert að upplifa andstæðurnar milli þessara tveggja hverfa.

Þeir sem kíkja í vesturbæinn og vantar smá hressingu geta óhikað kíkt í drykk á barinn á neðstu hæð Prime Tower sem kallast Hotel Rivington&Sons. Þar er boðið upp á kokteila fram á nótt og eins er serveraður matur frá klukkan sjö að morgni.

Icelandair flýgur til Zurich fram í lok október en WOW air fram í miðjan september.

SÉRVALIN HÓTEL Í ZURICH Á VEGUM TABLET HOTELSHotel Helvitia25hours Zurich

TENGDAR GREINAR: Endurunnin vesturbær