Eftirlit með handfarangri í flugstöðinni

Umsvifamestu flugfélögin hér á landi beita mismunandi aðferðum til að passa upp á að farþegarýmið fyllist ekki af ferðatöskum.

„Við leggjum mikið upp úr því að fylgst sé með handfarangri á öllum okkar brottfararstöðum og á flestum þeirra er statíf sem fólk þarf að setja töskuna sína í til að athuga hvort hún sé í réttri stærð,“ segir Svanhvít Friðríksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um hvort starfsmenn félagsins kanni umfang þess sem farþegar taka með sér um borð. Að sögn Svanhvítar eru farþegar reglulega minntir á takmarkanir á stærð og þyngd handfarangurs með tölvupóstum frá því að þeir kaupa farmiða og fram að brottför. Hún segir því lítið um að fólk taki of mikið í flugið.

Hefðbundnar töskur ekki öruggar inn

Margir farþegar easyJet kjósa að ferðast aðeins með handfarangur og það kemur þess vegna fyrir að ekki er pláss fyrir allar töskurnar í farþegarýminu. Forsvarsmenn easyJet hafa brugðist við þeim vanda með því að takmarka stærð á handfarangri við minni töskur en almennt komast fyrir í hólfunum fyrir ofan sætin. Farþegar félagsins þurfa þó ekki að greiða aukalega ef taskan þeirra er flutt niður í lest flugvélarinnar.

Nokkuð um of stórar töskur

Það eru ekki aðeins farþegar lággjaldaflugfélaganna sem þurfa að huga að þessum málum því starfsmenn Icelandair nota stundum statíf við brottfararhliðin í Keflavík til að mæla töskur sem þeim finnst vera of stórar eða þungar að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. „Þetta er gert til þess að taka á vandamálum sem af þessu skapast aðeins fyrr í ferlinu en ekki um borð í vélunum.“ segir Guðjón og bætir því við að sérfræðingar félagsins hafi áætlað að þrjú til fimm prósent af handfarangurstöskunum sem fara um borð væru of stórar eða þungar.

SÓLARLANDAFERÐIR Á AFSLÆTTI

VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim