Hvað kostar maturinn um borð?

Hinn klassíski flugvélamatur er sjaldséður um borð í vélunum sem fljúga frá Keflavík. Verðlagning á samlokunum og drykkjunum sem nú eru í boði eru hjá flugfélögunum er mjög misjöfn.

Það tekur sjaldnast minna en þrjá tíma að fljúga héðan til útlanda og þeir sem ekki borða í flugstöðinni fyrir brottför þurfa líklega á einhverri næringu að halda í háloftunum. Það getur líka verið skynsamlegt að fá sér í svanginn um borð því það er ekki alltaf hlaupið að því að finna matarbita stuttu eftir lendingu.

Flestir kaupa eitthvað

Samkvæmt lesendakönnun Túrista sögðust aðeins níu prósent svarenda aldrei fá sér vott né þurrt í flugi. Þúsund svör fengust í könnuninni og hún því ágætis vísbending um að yfirgnæfandi meirihluti íslenskra flugfarþega fái sér einhverja hressingu á leiðinni til og frá landinu.

Næstum allir rukka aukalega

Sá tími er nærri liðinn að maturinn sé innifalinn í miðaverðinu, alla vega á ódýrasta farrými. Stundum fá börnin þó ókeypis barnabox með mat og drykk og þeir fullorðnu samlokur. Hjá sumum flugfélögum fylgja óáfengir drykkir með í kaupunum á meðan aðrir rukka fyrir allt. Það á til dæmis við flest lággjaldaflugfélögin sem hingað fljúga. Fjögurra manna fjölskylda borgar því að lágmarki tæpar fjögur þúsund krónur fyrir samloku og vatnsflösku handa hverjum og einum.

Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan er verðlagning á matseðlum flugfélaganna mjög misjöfn. Verðin voru fundin á heimasíðu flugfélaganna og stuðst var við gengi dagsins þegar verð erlendu flugfélaganna voru umreiknuð í krónur.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM