Meira en helmingi brottfara aflýst

Í dag hefðu átt að vera farnar fimmtíu og sex áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Verkfallsaðgerðir flugvirkja Icelandair settu hins vegar strik í reikninginn.

Yfir vetrarmánuðina stendur Icelandair fyrir um þremur af hverjum fjórum ferðum frá Keflavíkurflugvelli. Á sumrin minnkar vægi félagsins hins vegar þegar fjöldi erlendra flugfélaga hefur flug hingað. Það er engu að síður mjög mikil röskun á samgöngum til og frá landinu þegar Icelandair fellir niður allar ferðir líkt og forsvarsmenn félagsins gerðu í dag vegna verkfallsaðgerða flugvirkja.

Á dagskrá Keflavíkurflugvallar í dag voru til að mynda fimmtíu og sex áætlunarflug og af þeim var nær öllum ferðum Icelandair aflýst eða þrjátíu talsins. Það jafngildir því að aðeins 47 prósent ferðanna voru farnar.

Til samanburðar má geta að í dag stóð SAS undir 46,5 prósent allra ferða frá Kaupmannahafnarflugvelli og í Osló var vægi félagsins 40 prósent samkvæmt talningu Túrista. Sambærilegar aðgerðir hjá starfsmönnum skandinavíska flugfélagsins myndu því hafa álíka mikil áhrif á starfsemi þessar tveggja stærstu flugstöðva Norðurlanda og vinnustöðvun flugvirkja Icelandair hafði í Keflavík í dag.

SÓLARLANDAFERÐIR Á AFSLÆTTI


VINSÆLT: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl
HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu út um allan heim