Meira en þúsund ferðir til útlanda í maí

Umferð um Keflavíkurflugvöll var miklu meiri í maí en á sama tíma í fyrra. Sumarflug nokkurra erlendra flugfélaga er hafið og þau íslensku hafa fjölgað ferðum sínum.

Í maí í fyrra voru að meðaltali farnar tuttugu og sjö áætlunarferðir á dag frá Keflavík. Í síðasta mánuði fjölgaði daglegum brottförum hins vegar upp í þrjátíu og fjórar að jafnaði og voru þær samtals 1055. Skiptust þær á milli tólf flugfélaga en leiguflug á vegum ferðaskrifstofa er ekki inni í þessum tölum.

Verkfallið setti strik í reikninginn

Sem fyrr stendur Icelandair undir bróðurpartinum af ferðunum eða rúmlega sjö af hverjum tíu. Hlutdeild félagsins var 79 prósent í maí í fyrra og hefur því lækkað um tíund á milli ára. Þó ber að hafa í huga að vegna verkfalls flugmanna Icelandair var fjöldi ferða felldur niður og það hefur áhrif á hlut félagsins. WOW air hefur hins vegar nærri tvöfaldað umsvif sín frá því í maí á síðasta ári.

Vægi flugfélaganna í maí 2014:

  1. Icelandair: 72,5%
  2. Wow Air: 12,3%
  3. Easy Jet: 6,3%
  4. SAS: 2,9%
  5. Norwegian: 2,1%
    Aðrir: 3,9%

BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigum
TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN: 5% AFSLÁTTURFRÍTT FREYÐIVÍN
ORLOFSÍBÚÐIR: BARCELONAPARÍSNEW YORK