Ennþá til ódýrir bílaleigubílar í Alicante og Barcelona

Tveggja vikna leiga á bíl á Spáni eftir mánuð kostar ríflega tuttugu þúsund krónum minna í dag en í byrjun árs. Verðþróunin er hinsvegar ólík milli borga.

Það er ekki of seint að finna bílaleigubíl í ódýrari kantinum fyrir Spánarreisur sumarsins en líklega er framboðið á bílum í lægsta flokki takmarkaðra nú þegar nær líður brottför. Mynd: Ferðamálaráð Spánar
Það er flogið héðan til þriggja flugvalla á meginlandi Spánar frá vori og fram á haust. Landið hefur lengi laðað til sín íslenska ferðamenn og á því verður væntanlega ekki breyting í sumar. Þeir sem ætla að ferðast á eigin vegum um Spán á næstunni og hafa ekki ennþá fest sér bílaleigubíl geta í dag fengið bíl við flugvellina í Alicante og Barcelona sem kosta nokkru minna en ef pantað hefði verið í febrúar. Alla vega ef ferðinni er heitið út um næsta mánaðarmót.

Túristi hefur fylgst með breytingum á leiguverðinu með jöfnu millibili og eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan þá kostar tveggja vikna leiga á bíl í flokknum „compact“ í Alicante tæpar fimmtíu þúsund krónur í dag en var á 71 þúsund þann 15. febrúar. Verðið í Barcelona hefur líka lækkað frá því í febrúar. Miðað er við tveggja vikna leigu dagana 26.júlí til 9.ágúst. Ennþá er hins vegar mun dýrara að taka bíl í Barcelona en Alicante.

Í þessum könnunum notum við leitarvél Rentalcars.com sem finna má á bílaleigusíðu Túrista. Samkvæmt verðkönnun okkar í apríl voru lægstu leiguverðin þar að finna og voru þau í sumum tilfellum um helmingi lægri en ef bókað var beint hjá einu af stóru bílaleigunum. Hafa ber í huga að framboð á bílum í lægsta verðflokki er minna nú en í fyrri könnunum.

Verðþróun á leiguverði bíla í flokknum „Compact“ á flugvöllunum í Alicante og Barcelona, 26.júlí til 9.ágúst:

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA EIGIN VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA