Fljúgðu út um helgina fyrir 10 til 20 þúsund

Af verðunum að dæma þá er nóg pláss í sumum af þeim vélum sem fljúga frá landinu til Evrópu á næstu dögum.

Umferð um Keflavíkurflugvöll eykst mikið strax í byrjun sumars og það er ákveðin vísbending um offramboð þegar flugmiðar eru á tilboðsverði stuttu fyrir brottför. Sú er einmitt raunin í nokkrum tilvikum eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir sem komast út á næstu dögum geta því bókað ódýrt flug út með stuttum fyrirvara og í flestum tilfellum er hægt að fá heimferð á sambærilegu verði. Þó ber að hafa í huga að farangurs- og bókunargjöld bætast við í flestum tilfellum. Sjá hver þau eru hér.

12 ferðir fyrir þá sem vilja komast út í hvelli

Dusseldorf fyrir 9.900 krónur

Þeir sem vilja horfa á fyrsta leik Þjóðverja í HM í Þýskalandi komast til Dusseldorf á sunnudaginn með WOW air og borga 9.900 krónur fyrir farið.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í DUSSELDORF

París fyrir 9.900 krónur

Um kaffileytið á laugardag fer vél WOW air áleiðis til borgar ljósanna. Farið er á 9.900 krónur og þú getur náð kvöldmat í mýrinni.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í PARÍS

Bristol fyrir 10.492

Beint flug easyJet til Bristol í suðvesturhluta Englands hófst í lok síðasta árs og á sunnudaginn kostar 10.492 krónur (68 evrur) að fljúga þangað.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í BRISTOL

Brussel fyrir 10.785 krónur

Á laugardagsmorgun er fyrsta ferð Thomas Cook flugfélagsins frá Keflavík til höfuðborgar Belgíu. Farið kostar aðeins 10.785 krónur (69,99evrur) og það er hægt að finna ódýr flug tilbaka á laugardögum og miðvikudögum með félaginu. Fyrsti leikur Belga á HM er 17. júní og því vafalítið fjör að vera þar í landi á þjóðhátíðardaginn.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í BRUSSEL

Manchester fyrir 13.577 krónur

Það er ekki spilaður fótbolti í Manchester þessa dagana en væntanlega margir þar í borg sem ætla að fylgjast með leikjum Englendinga á HM. Á sunnudag er flogið til borgarinnar og rukkar easyJet aðeins 13.577 krónur (88 evrur)

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í MANCHESTER

Á NÆSTU SÍÐU: ÓDÝR FLUG TIL LONDON, EDINBORGAR, BASEL, BERLÍN, KÖLN, PARÍS OG STUTTGART