Fljúgðu út um helgina fyrir 10 til 20 þúsund

Edinborg fyrir 14.040 krónur

Það er spenna í höfuðborg Skotlands þessi misserin vegna þjóðaratkvæðisgreiðslu um sjálfstæði. Þeir sem vilja upplifa stemninguna komast út fyrir 14.040 krónurEf þú vilt fá kosningaskjálftann í Skotlandi beint í æð þér er hægt að komast þangað fyrir lítið á sunnudaginn. Mynd: VisitScotland[/caption] (91 evru) á sunnudaginn.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í EDINBORG

Basel fyrir 15.120 krónur

ArtBasel hátíðin hefst í næstu viku og sennilega erfitt að fá herbergi í borginni. Þá er bara að taka lestina eða bíl og fara út í sveit. Farið kostar 15.120 krónur með easyJet á laugardaginn.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í BASEL

Berlín fyrir 15.275 krónur

Á aðfaranótt mánudags er komið að fyrstu ferð þýska lággjaldaflugfélagins German Wings frá Keflavík til Berlínar. Farið kostar aðeins 15.275 krónur (99 evrur).

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í BERLÍN

Köln fyrir 18.330 krónur

Stuttu eftir miðnætti fer vél German Wings til Kölnar. Farið er á 18.330 krónur (119 evrur) og það kostar álíka mikið að fljúga heim aftur. Einnig er hægt að finna flug frá nágrannaborginni Dusseldorf en Airberlin, Lufthansa og WOW air bjóða upp á flug þaðan.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í KÖLN

London fyrir 18.360 krónur

Á föstudag og sunnudag kemstu út fyrir þessa upphæð til London með easyJet.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í LONDON

París fyrir 19.286 krónur

Aðfaranótt laugardags fer vél franska lággjaldaflugfélagins Transavia til Parísar. Farið er á 19.286 krónur (125 evrur).

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í PARÍS

Stuttgart fyrir 19.900 krónur

Klukkan hálf eitt í nótt er flogið til fyrrum heimaborgar Ásgeirs Sigurvinssonar í Þýskalandi og kostar farið með German Wings 19.900 krónur (129 evrur). Farið tilbaka verður nokkuð dýrara nema þú verðir úti í 2 vikur.

FINNA ÓDÝR HÓTEL Í STUTTGART

SÓLARLANDAFERÐIR Á TILBOÐI