Nú verður ódýrara að deila fríinu með fólkinu heima

Um mánaðarmótin lækkar hámarksverð Evrópusambandsins á símakostnaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Íslenskir túristar njóta góðs af því.

Það er sennilega ófáir snjallsímanotendur sem freistast til þess að setja myndir úr utanlandsferðinni inn á Facebook. Jafnvel þegar þeir eru ekki tengdir þráðlausu neti. Sá sem það gerir má búast við að símareikningurinn hækki um leið um 45 krónur. Verðið á þessari þjónustu lækkar hins vegar um meira en helming þann 1. júlí þegar ný hámarksverð ESB, á símaþjónustu innan EES svæðisins taka gildi. Þá mun kosta um 20 krónur að setja mynd inn færslu með mynd en til samanburðar kostar um 700 krónur að uppfæra Facebook úr íslenskum snjallsíma í Bandaríkjunum.

Það borgar sig því að takmarka notkunina við þann tíma sem síminn er tengdur þráðlausu neti, til dæmis á hótelinu eða á kaffihúsi. Eins gæti verið hagstætt að kaupa áskrift að sérstökum þjónustum sem símafyrirtækin bjóða þeim sem vilja nota símann í útlöndum því eins og sjá má hér fyrir neðan getur reikningurinn rokið upp við það eitt að nota Google Maps í smástund eða fylgjast með fréttum að heiman.

Kostnaður við að nota netið í íslenskum síma á meginlandi Evrópu:

Símtölin lækka líka

Allur götur síðan árið 2007 hefur Evrópusambandið sett verðþak á notkun farsíma milli aðildarlandanna. Ástæðan er sú að verð á símanotkun í útlöndum fylgdi ekki almennum lækkunum á notkun farsíma innan hvers lands samkvæmt því sem kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunnar. En stofnunin gefur út hvert hámarksverðið skuli vera hér á landi.

Fyrst um sinn náði verðþakið aðeins til símtala og skilaboða en síðustu ár hafa einnig verið sett takmörk á verðlagningu á gagnanotkun.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hefur verð á símtölum frá einu Evrópulandi til annars lækkað um helming frá árinu 2011 og sama má segja um kostnað við að senda sms. Verð á gagnanotkun verður hins vegar nærri fjórfalt lægri eftir mánaðarmót en það var þremur árum síðan.

Þróun hámarksverða ESB í íslenskum krónum að viðbættum virðisaukaskatti:

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM