Íbúar Tenerife beðnir um að sýna túristum meiri gestrisni

Árlega heimsækja um fimm milljónir manna Tenerife og forráðamenn ferðaþjónustunnar þar hafa hrundið af stað átaki í að fá heimamenn til að sýna gestunum sínar bestu hliðar.

Þessa dagana eru fréttir af verðlagi á ferðamannastöðum áberandi í fréttum hér á landi og því haldið fram að gestrisni Íslendinga hafi hrakað. Innan nokkurra ára gætu forsvarsmenn ferðaþjónustunnar því þurft að feta í fótspor kollega sinn á Kanaríeyjunni Tenerife. Þar hafa menn nefnilega áhyggjur af viðhorfi eyjaskeggja til ferðamanna og nýlega var hleypt af stokkunum sérstakri herferð sem er ætla að auka skilning íbúanna á mikilvægi ferðaþjónustunnar og veita þeim um leið upplýsingar um hvernig þeir geta lagt sitt að mörkum til að gera dvöl gestanna ánægjulegri.

Haft er eftir talsmanni ferðaþjónustunnar að íbúar Tenerife séu vinalegir, þolinmóðir og gestrisnir en með átakinu sé ætlunin að biðja fólk um að sýna þessa eiginlega sína enn frekar þannig að fleiri ferðamenn hafi áhuga á að heimasækja eyjuna á ný.

Samkvæmt frétt Standby.dk hefur verið opnuð sérstök heimasíða af þessu tilefni og eins verða hótelstarfsmenn sendir á sérstök námskeið.

Íslenskir ferðalangar hafa lengi sótt í vetrarsólina á Kanaríeyjum og jafnan selst upp í jólaferðirnar þangað.

SÓLARLANDAFERÐIR Á NIÐURSETTU VERÐI

NÝJAR GREINAR: ENNÞÁ TIL ÓDÝRAR BÍLALEIGUBÍLAR Á SPÁNIDÝRUSTU OG ÓDÝRUSTU FERÐAMANNABORGIRNAR