Samfélagsmiðlar

Soltinn í Seattle

Mættu með tóman maga í matarkistu miðborgar Seattle. Þar er nefnilega mikið úrval af girnilegum skyndibita fyrir ferðamenn.

Í meira en öld hafa íbúar Seattle getað sótt sér í matinn á Pike Place Market niðri við höfnina. Þessi bændamarkaður er einn sá elsti í Bandaríkjunum og er fyrir löngu orðið eitt af kennileitum borgarinnar. Ferðalangar eru því fjölmennir á svæðinu en heimamenn láta það ekki slá sig út af laginu og markaðurinn enn meðal þess sem íbúarnir kunna best við í borginni.

En þar sem erfitt er að taka með sér nautasteikur, krækling eða grænmeti heim úr fríinu þá verða ferðamenn að láta sér nægja að borða á staðnum. Og það er sko ekki amalegt hlutskipti.

Hér eru fjórir skyndibitastaðir sem vert er að mæla með á markaðssvæðinu.

Penne í ostabúð

Það gerist víst ekki hversdagslegra á bandarískum heimilum en að bjóða upp á Mac & Cheese, pasta í ostasósu. Í ostabúðinni Beecher´s er þessum rétti lyft upp á hátt plan enda er osturinn búinn til að staðnum og matargestir geta horft á ostagerðamanninn að störfum á meðan þeir snæða. Lítið box af Mac & Cheese kostar rúma fimm dollara (tæpar 600 krónur) og þar sem rétturinn er ansi mettandi þá dugar minni skammturinn. Sérstaklega þar sem það þarf að gera fleiri stöðum skil. Beecher’s er á horni Pine St. og Pike. Pl. beint á móti aðalbyggingu markaðarins.

Besta súpa landsins ár eftir ár

Fyrir nokkrum árum síðan sendi kokkurinn á Pike Place Chowder inn uppskrift í eina þekktustu súpukeppni Bandaríkjanna. Hann vann og hefur haldið fyrsta sætinu allar götur síðan. Aðstandendum keppninnar til mikillar mæðu því skiljanlega minnkar áhuginn á keppninni þegar gullið er eiginlega veitt fyrirfram. Þeir sem vilja bragða á þessum matarmiklu súpum ættu að rata á góðu lyktina í Post Alley, huggulegu húsasundi við markaðinn. New England Clam Chowder er verðlaunasúpa staðarins og kostar skammturinn um 5 dollara.

Hressandi engiferdrykkur

Við hliðina á súpustaðnum er Rachel´s Ginger Beer til húsa. Drykkur hússins er blandaður úr fersku engiferi og hann rífur svo sannarlega í hálsinn, þó á jákvæðan hátt og það er ekki laust við að allur kroppurinn fagni þessari hressandi blöndu um leið og áhrifa hans gætir í öllu kerfinu. Það er líka seldir kokteilar á staðnum.

Kleinuhringir hússins

Í aðalbyggingu Pike Place Market er að finna hinn raunverulega matarmarkað þar sem sælkerar Seattle geta keypt í matinn. En ætli margir þeirra freistist ekki til að taka með sér poka af litlum kleinuhringjum frá Daily Dozen Doughnuts sem seldir eru eftir vigt. Lítill poki af þessum djúpsteiktu sprengjum kostar um þrjá dollara (340 krónur) og feitin er fljót að setja mark sitt á bréfpokann. Það er því um að gera að háma góðgætið í sig á staðnum. En þeir sem vilja kaffi með geta sótt það á fyrsta Starbucks staðinn sem er einmitt á markaðnum. Þar er þó alla jafna löng röð.

Hótel hússins

Þeir sem vilja gista sem næst þessum freistingum ættu að kanna stöðuna á hinu sjarmerandi hóteli Inn at the Market sem er rétt við markaðinn. Þeir heppnu fá útsýni úr herberginu yfir markaðinn og Elliot flóa.

Icelandair býður upp á daglegar ferðir til Seattle og þó borgin sé á vesturströndinni þá er flugferðin þangað aðeins tæpum tveimur tímum lengri en til Boston og New York.

LESTU LÍKA: VEGVÍSIR FYRIR SEATTLE

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …