Samfélagsmiðlar

Íslensk vegabréf duga ekki eins víða

Það getur verið seinlegt og kostnaðarsamt að sækja um vegabréfsáritanir. Hér sérðu hversu mörg lönd samþykkja íslenska passa án sérstakrar uppáskriftar.

Þeir sem ferðast með finnsk, sænsk eða bresk skilríki geta komist inn í 173 lönd án þess að sækja um vegabréfsáritanir fyrir komuna. Vegabréf annarra þjóða eru ekki gjaldgeng jafn víða samkvæmt athugun tímaritsins Good. Það munar þó ekki miklu því þeir sem eru með danskan, þýskan, bandarískan eða lúxemborgskan passa komast framhjá á landamæravörðum í 172 löndum áritunarlausir. Belgar, Ítalir og Hollendingar eru einnig sjaldan beðnir um sérstaka pappíra líkt og þegnar flestra landa í vesturhluta Evrópu og N-Ameríku.

Fullt ferðafrelsi til 165 landa

Af þeim löndum sem flogið er beint til frá Keflavík er það aðeins í Rússlandi sem íslenskir túristar þurfa að hafa vegabréfsáritun. Til annarra landa komumst við án sérstaks samþykkis en þó ber að gera boð á undan sér ef ferðinni er heitið til Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu Good þá komast handhafar íslenskra vegabréfa inn í 165 lönd án áritunar og kemur það íslenska passanum í sæti númer 25 á lista tímaritsins yfir voldugustu vegabréf heims. Vegabréf hinna Norðurlandanna eru hins vegar samþykkt í fleiri löndum en það íslenska eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Svona mörg lönd samþykkja vegabréf útgefin af eftirfarandi ríkjum:

173 lönd: Svíþjóð, Finnland og Bretland
172 lönd: Danmörk, Þýskaland, Bandaríkin og Lúxemborg
171 land: Belgía, Ítalía og Holland
170 lönd: Kanada, Frakkland, Írland, Japan, Noregur, Portúgal og Spánn
168 lönd: Austurríki, Nýja-Sjáland og Sviss
167 lönd: Ástralía, Grikkland og Singapúr
166 lönd: Suður-Kórea
165 lönd: Ísland

Íbúar Afganistan komast aðeins inn í 28 lönd án áritunar sem er minna en passar útgefnir í öðrum löndum duga til. Vegabréf frá Írak, Sómalíu og Pakistan eru látin duga í litlu fleiri löndum.

Vegabréf er þarfaþing

Það er hægt að komast úr landi passalaus ef ferðinni er heitið til Norðurlandanna eða landa innan Schengen svæðisins. Það er þó alls ekki víst að fólk komist langt án passans því flugfélög geta krafist þess að farþegarnir framvísi vegabréfi sem skilríkjum.

Þegar kormið er á áfangastað getur fólk lent í vanda án passans því þess er krafist að þeir sem ferðast á Schengen svæðinu hafi gild persónuskilríki meðferðis. Samkvæmt vef utanríkisráðuneytisins eru engin önnur raunveruleg persónuskilríki gefin út hér á landi og ráðuneytið segir því mikilvægt að íslenskir ferðamenn hafi ávallt vegabréf sitt meðferðis.

 

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …