Jafndýrt að leigja bíl á Kanarí og Tenerife

Í vetur munu þúsundir Íslendinga njóta sólarinnar á spænska eyjaklasanum í Atlantshafi. Þeir sem vilja brjóta upp dvölina og keyra um borga aðeins meira fyrir bíl en rútumiða.

 

 

Í vetur munu þúsundir Íslendinga njóta sólarinnar á spænska eyjaklasanum í Atlantshafi. Þeir sem vilja brjóta upp dvölina og keyra um borga aðeins meira fyrir bíl en rútumiða.

Þó vegalengdirnar séu ekki ýkja langar á Kanarí og Tenerife verða þeir sem ætla að gera áfangastaðnum góð skil að hafa ökutæki til umráða. Bíll í minnsta flokki kostar að minnsta kosti rúmar tvö þúsund krónur á dag sem er álíka mikið og einn farþegi borgar fyrir rútumiða frá flugvelli og að hóteli. Par á ferðalagi borgar því um tíu þúsund krónur fyrir rútuna til og frá flugvelli en bíll í viku kostar að lágmarki rúmar sextán þúsund krónur. Það er því ekki mikið dýrarar að sjá sjálfur um keyrsluna, sérstaklega ef hótelið býður upp á frí bílastæði. Annars gæti borgað sig að leigja bíl einn og einn dag.

Munur milli mánaða

Í vetur verður flogið að minnsta kosti vikulega frá Keflavík til Kanarí og til Tenerife. Íslenskir ferðamenn munu því dreifa sér á báðar eyjarnar. Bílaleigurnar á eyjaklasanum virðast líta á allt svæðið sem eitt samkvæmt verðkönnun Túrista. Bílarnir kosta það sama hvort sem þeir eru afhentir á flugvellinum í Las Palmas eða við komuna til Tenerife.

Það er hins vegar nokkur verðmunur á milli tímabila því í haust kostar vikan tæpar 17 þúsund krónur en í febrúar hækkar leikan um þriðjung. Þeir sem verja jólunum á Kanarí og vilja hafa bíl til umráða borga um tuttugu þúsund fyrir bílinn.

Vikuleiga á bíl í minnsta flokki:

Dagsetning Kanarí Tenerife
24.-31.okt. 16.672 kr. 16.672 kr.
21.-28.des. 19.410 kr. 19.410 kr.
10.-17.feb. 21.427 kr. 21.427 kr.

Í könnuninni var stuðst við leitarvél Rentalcars.com sem er einn umsvifamesti bílaleigumiðlari í heimi og samstarfsaðili Túrista. Smelltu hér til að gera þinn eigin verðsamanburð á bílaleigubílum.

TENGDAR GREINAR: Íbúar Tenerife beðnir um að sýna túristum meiri gestrisniAfköstin aukast til muna eftir Kanaríferð
HÓTEL: Einfaldari verðsamanburður á gistingu út um allan heim