Ferðunum og flugfélögunum fjölgar hratt

Fyrir tveimur árum voru farnar tæplega tólf hundruð áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli en í ár voru ferðirnar rúmlega þrjúhundruð fleiri. Flugfélögunum fjölgaði líka umtalsvert.

Í júní árið 2012 voru farnar að jafnaði fjörtíu áætlunarferðir á dag frá Keflavík. Í síðasta mánuði voru brottfarirnar hins vegar tæplega þriðjungi fleiri eða fimmtíu og ein á dag að meðaltali samkvæmt úttekt Túrista. Í samanburði við júní á síðasta ári þá hefur ferðunum fjölgað um nærri fimmtung.

Þau stærstu bæta mestu við

Síðustu tvö ár buðu fimmtán flugfélög upp á áætlunarflug héðan í júní en í síðasta mánuði voru félögin nítján talsins. Sú fjölgun skýrir þó að litlu leyti þá aukningu sem hefur orðið á tíðni ferða. Aðalástæðan fyrir henni er sú að umsvifamestu flugfélögin hafa bætt umtalsvert við framboð sitt. Þannig hefur ferðum Icelandair fjölgað um fjórðung frá því í júní 2012, WOW air flýgur þrefalt oftar og Íslandsflug easyJet er nærri fimmfalt meira nú en fyrir tveimur árum síðan. Þessi þrjú félög stóðu fyrir 88 prósent af öllu áætlunarflugi héðan í júní sl.

Icelandair heldur sínu

Icelandair eitt og sér var með tvær af hverjum þremur ferðum í júní og hefur hlutdeild félagsins yfir sumarmánuðina nærri því staðið í stað milli ára þrátt fyrir aukið framboð annarra flugfélaga á þeim árstíma. Yfir vetrarmánuðina hefur hins vegar vægi félagsins minnkað. Til að mynda voru um átta af hverjum tíu ferðum frá landinu í febrúar árið 2013 á vegum Icelandair en í febrúar síðastliðnum var hlutfallið 69,2 prósent.

Vegna verkfalls flugvirkja Icelandair þurfi félagið að fella niður 33 brottfarir í júní og hefur það því áhrif á heildartöluna.

Vægi fimm stærstu flugfélaganna í júní 2014:

  1. Icelandair: 66,4%
  2. Wow Air: 14%
  3. Easy Jet: 4,2%
  4. Airberlin: 3,6%
  5. SAS: 2%

BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigum
TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN: 5% AFSLÁTTURFRÍTT FREYÐIVÍN
ORLOFSÍBÚÐIR: BARCELONAPARÍSNEW YORK

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny