Haustfjargjöldin á niðurleið

Yfir veturinn er framboðið mest á flugmiðum til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs og verðið hefur lækkað milli ára. 

Yfir veturinn er framboðið mest á flugmiðum til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs og verðið hefur lækkað milli ára.

Í dag eru ódýrustu fargjöldin til London, Kaupmannahafnar og Oslóar í byrjun október nokkru lægri en þau voru í fyrra og hittifyrra. Verðmunurinn er allt að fimmtungur ef ferðinni er heitið til London, ódýrarasta farið til Kaupmannahafnar hefur lækkað um nærri fjórðung og til Oslóar má finna farmiða sem kostar þriðjungi minna en á þessum tíma í fyrra.

Þeir sem eru á ferðinni í ár borga því mun minna fyrir flugið til þessara borga en þeir sem fóru síðustu tvö ár.

Farmiðar til London hækkuðu í fyrra í samanburði við árið 2012 en kosta núna minna en fyrir tveimur árum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þróun fargjalda í viku 40 (30.sept. til 5. okt.) milli ára þegar bókað er með tólf vikna fyrirvara

 2014

2013

2012
London:   
Easy Jet32.346 kr.38.633 kr.32.603 kr.
Icelandair36.240 kr.40.580 kr.43.190 kr.
Wow Air27.965 kr.34.173 kr.29.939 kr.
Kaupmannahöfn:   
Icelandair31.540 kr.39.430 kr.39.050 kr.
Wow Air27.965 kr.32.903 kr.31.860 kr.
Osló:   
Icelandair33.420 kr.38.080 kr.
Norwegian27.301 kr.41.759 kr.
SAS31.345 kr.29.666 kr.

Túristi hefur gert mánaðarlegar verðkannanir á flugi til Kaupmannahafnar og London í rúm tvö ár en Osló bættist við síðar. Það er því ekki til samanburður á fargjöldum til Osló fyrir árið 2012. Í verðkönnununum eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðinnar viku og farangurs- og bókunargjöld eru tekin með í reikninginn.

Þróun fargjalda í viku 32 (5.-11. ágúst) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

 2014

2013

2012
London:   
Easy Jet45.893 kr.44.612 kr.47.016 kr.
Icelandair76.830 kr.65.820 kr.54.990 kr.
Wow Air51.413 kr.45.173 kr.38.999 kr.
Kaupmannahöfn:   
Icelandair65.240 kr.68.570 kr.46.850 kr.
Wow AirEkki til flug út62.903 kr.34.860 kr.
Osló:   
Icelandair49.020 kr.56.380 kr.
Norwegian58.513 kr.54.029 kr.
SAS44.005 kr.61.606 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna í dag og 11. júlí 2012.