Fín hótel á niðursettu verði

Það eru ekki bara flugfélög og ferðaskrifstofur sem lækka gjaldskrána við og við. Það gera líka hótelstjórar og á þessum betri hótelum má finna lægra verð næstu vikur og mánuði. 

 

Það eru ekki bara flugfélög og ferðaskrifstofur sem lækka gjaldskrána við og við. Það gera líka hótelstjórar og á þessum betri hótelum má finna lægra verð næstu vikur og mánuði.

Staðsetning og verð vegur skiljanlega einna þyngst þegar við bókum hótel út í heimi. Umsagnir á netinu og stjörnur hafa líka sitt að segja og líklega erum við mörg sem gælum ávallt við að finna tilboð á betri og flottari gististað en við erum vön að leyfa okkur að bóka. Gott hótel lyftir nefnilega utanlandsferðinni upp á hærra plan, jafnvel þó við verjum ekki löngum tíma þar vakandi. Hótel þar sem nostrað hefur verið við smáatriðin og hefur sterka tenginu við áfangastaðinn er miklu skemmtilegri dvalarstaður en þessi hefðbundnu keðjuhótel sem eru alls staðar eins. Hér eru nokkur dæmi fyrir þá sem í leit að einhverju fínna fyrir næstu ferð.

Ódýrari sumarnætur

Víða er sumarið aðaltíminn í ferðaþjónustunni en það ekki alls staðar þannig. Þess vegna geturðu í dag fengið hótelherbergi á hinu rómaða hóteli Tibourg í Mýrinni í París með vænum afslætti. Nóttin þar kostar um 33 þúsund krónur en í haust hækkar gjaldið um þriðjung. Svipaða sögu er að segja af nafntoguðum hótelum í New York eins og Cassa og Bowery og í Berlín er hið fimm stjörnu Grand Hyatt á fjögurra stjörnu verði í sumar. Að sjálfsögðu er einnig hægt að finna álíka afslætti á ódýrari gististöðum borganna. Þannig lækkar Ellington hótelið í Berlín sína prísa um helming næstu vikur og afslátturinn á The Dude er einnig vænn. Í matarborginni Brussel má líka gista fyrir minna þessa dagana en þegar viðskiptaferðalögin hefjast á ný í haust þá hækkar verðið.

Haustið er tíminn

Í fyrra fóru flestir Íslendingar út í október og af heimasíðum ferðaskrifstofanna að dæma þá verða margir á ferðinni í haust því nokkrar af borgarferðunum sem þá eru í boði eru nú þegar uppseldar. Þeir sem ætla út á eigin vegum vilja kannski nýta sér þá nýbreytni að geta flogið beint frá Keflavík til Barcelona, Zurich, Genf eða Vancouver að hausti. Á einum kunnasta gististaðnum í síðastnefndu borginni, Westwood Hotel, kostar nóttin í ágúst tæpar fimmtíu þúsund krónur. Sá sem nýtir sér síðustu ferðir Icelandair til Vancouver í október fær hins vegar gistinguna á helmingi minna ef bókað er í dag. Í Zurich geturðu tékkað þig inn á 25hours hótelið í hinum skemmtilega vesturbæ og borgað þriðjungi minna í október en nú í sumar og sá sem heldur til Barcelona í haust getur fengið nóttina á Primero-Primera á 27 þúsund í stað 35 þúsunda en hótelið fær fullt hús hjá notendum Tripadvisor og er víða lofað í ferðapressunni.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny