Samfélagsmiðlar

Fín hótel á niðursettu verði

Það eru ekki bara flugfélög og ferðaskrifstofur sem lækka gjaldskrána við og við. Það gera líka hótelstjórar og á þessum betri hótelum má finna lægra verð næstu vikur og mánuði. 

 

Það eru ekki bara flugfélög og ferðaskrifstofur sem lækka gjaldskrána við og við. Það gera líka hótelstjórar og á þessum betri hótelum má finna lægra verð næstu vikur og mánuði.

Staðsetning og verð vegur skiljanlega einna þyngst þegar við bókum hótel út í heimi. Umsagnir á netinu og stjörnur hafa líka sitt að segja og líklega erum við mörg sem gælum ávallt við að finna tilboð á betri og flottari gististað en við erum vön að leyfa okkur að bóka. Gott hótel lyftir nefnilega utanlandsferðinni upp á hærra plan, jafnvel þó við verjum ekki löngum tíma þar vakandi. Hótel þar sem nostrað hefur verið við smáatriðin og hefur sterka tenginu við áfangastaðinn er miklu skemmtilegri dvalarstaður en þessi hefðbundnu keðjuhótel sem eru alls staðar eins. Hér eru nokkur dæmi fyrir þá sem í leit að einhverju fínna fyrir næstu ferð.

Ódýrari sumarnætur

Víða er sumarið aðaltíminn í ferðaþjónustunni en það ekki alls staðar þannig. Þess vegna geturðu í dag fengið hótelherbergi á hinu rómaða hóteli Tibourg í Mýrinni í París með vænum afslætti. Nóttin þar kostar um 33 þúsund krónur en í haust hækkar gjaldið um þriðjung. Svipaða sögu er að segja af nafntoguðum hótelum í New York eins og Cassa og Bowery og í Berlín er hið fimm stjörnu Grand Hyatt á fjögurra stjörnu verði í sumar. Að sjálfsögðu er einnig hægt að finna álíka afslætti á ódýrari gististöðum borganna. Þannig lækkar Ellington hótelið í Berlín sína prísa um helming næstu vikur og afslátturinn á The Dude er einnig vænn. Í matarborginni Brussel má líka gista fyrir minna þessa dagana en þegar viðskiptaferðalögin hefjast á ný í haust þá hækkar verðið.

Haustið er tíminn

Í fyrra fóru flestir Íslendingar út í október og af heimasíðum ferðaskrifstofanna að dæma þá verða margir á ferðinni í haust því nokkrar af borgarferðunum sem þá eru í boði eru nú þegar uppseldar. Þeir sem ætla út á eigin vegum vilja kannski nýta sér þá nýbreytni að geta flogið beint frá Keflavík til Barcelona, Zurich, Genf eða Vancouver að hausti. Á einum kunnasta gististaðnum í síðastnefndu borginni, Westwood Hotel, kostar nóttin í ágúst tæpar fimmtíu þúsund krónur. Sá sem nýtir sér síðustu ferðir Icelandair til Vancouver í október fær hins vegar gistinguna á helmingi minna ef bókað er í dag. Í Zurich geturðu tékkað þig inn á 25hours hótelið í hinum skemmtilega vesturbæ og borgað þriðjungi minna í október en nú í sumar og sá sem heldur til Barcelona í haust getur fengið nóttina á Primero-Primera á 27 þúsund í stað 35 þúsunda en hótelið fær fullt hús hjá notendum Tripadvisor og er víða lofað í ferðapressunni.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

 

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …