Leggja áherslu á Keflavíkurflugvöll

Íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air eru ekki með áætlanir um að hefja beint millilandaflug frá Akureyri. MEIRA

 

 

Íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air eru ekki með áætlanir um að hefja beint millilandaflug frá Akureyri.

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar norðan heiða vilja auka millilandaflug frá Akureyri og hafa átt í viðræðum við lággjaldaflugfélögin Norwegian og easyJet. Fulltrúar þessa félaga segjast þó ekki vera með áætlanir um flug til Akureyrar líkt og Túristi greindi frá.

Staðan hjá Icelandair og WOW air er sú sama og segir Arnar Már Arnþórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air, að á þessari stundu hafi félagið ekki uppi nein áform um millilandaflug til og frá Akureyri.

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur látið duga

„Boeing 757 flugvélar Icelandair eru afar stórar fyrir markað eins og Akureyri, nema mögulega í einstaka leiguflug. Áherslan hjá okkur er að ná sem bestum árangri í rekstri leiðakerfisins um Keflavíkurflugvöll,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurður um líkurnar á því að félagið hefji beint millilandaflug frá Akureyri. Hann segir að Icelandair muni áfram sinna markaðnum fyrir norðan með flugum sem Flugfélag Íslands flýgur frá Keflavík á sumrin en frá Reykjavíkurflugvelli allt árið.

HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM
BÍLALEIGA: HVAÐ KOSTAR AÐ LEIGJA BÍL Í ÚTLÖNDUM