Telur að flughræðsla margra muni aukast

Örlög farþeganna um borð í þotu Malaysian Airlines sem skotin var niður yfir Úkraínu gætu orðið til þess að færri kjósi að ferðast um í háloftunum.

 

 

 

Örlög farþeganna um borð í þotu Malaysian Airlines, sem skotin var niður yfir Úkraínu, gætu orðið til þess að færri kjósi að ferðast um í háloftunum.

Hræðileg flugslys, líkt og það sem átti sér stað í Úkraínu í síðustu viku, geta magnað upp ótta fólks við að fljúga. Þetta er mat Mette Kroier, höfundar danskrar bókar um hvernig best er að vinna bug á flughræðslu. Í viðtali við Politiken segist hún ekki telja að svona atburðir geti orðið til þess vekja upp flughræðslu hjá þeim sem hingað til hafa ekki fundið fyrir ótta í háloftunum. Hins vegar geta þeir sem eru nú þegar haldnir flugfælni orðið ennþá óttaslegnari eftir flugslysið í Úkraínu.

Mismunandi áhrif á þá hræddu

Mette Kroier segir það ýmist vera innilokunarkennd, lofthræðsla eða stjórnleysi sem valdi flughræðslu. Þeir sem aðallega kvíða fluginu vegna verunnar í lokuðu farþegarými eða vegna flughæðarinnar verða ósennilega verri eftir atburðina í síðustu viku en þeir sem finna fyrir hræðslu vegna skorts á stjórn á aðstæðum og óttanum við að láta lífið gætu orðið verr settir en áður. Haft er eftir Kroier í Politiken að það sé raunveruleg hætta á því að verða skotinn niður í farþegaþotu og þeir sem hræðast það mest séu haldnir alvöru kvíða en ekki einhvers konar fóbíu.

LESTU LÍKA: 10 ráð fyrir flughrædda

Þriðji hver skelkaður

Ókyrrð í háloftunum veldur óþægindum hjá sextíu og átta prósent flugfarþega samkvæmt nýrri norskri könnun og flugtak veldur ónotalegri tilfinningu hjá nærri helmingnum um borð. Þriðjungur þátttakenda í könnuninni segist hins vegar líða illa alla flugferðina.

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny