Tjaldferðalag til Bretlands

Ertu að spá í að fara í ódýrt ferðalag til Bretlands á næstunni? Hér er vefsíða fyrir þá sem vilja kynna sér tjaldstæðin í nágrenni við Bristol og Manchester.

Framboð á flugi til Bretlands hefur aukist hratt síðustu ár og útlit fyrir að svo haldi áfram. Reglulega má finna hræbillega flugmiða þangað frá Keflavík og þeir sem vilja flakka um Bretlandseyjar og spara sér hótelgistingu geta fundið nokkur vel valinn tjaldstæði á heimasíðunni Campr. Aðalfókusinn hjá Campr er á svæði í Suður-Wales og suðvesturhluta Englands sem eru ekki ýkja langt frá Bristol en þangað flýgur easyJet frá Keflavík. Einnig er að finna á síðunni svæði norður frá Manchester en þangað er hægt að fljúga með breska lágfargjaldafélaginu og Icelandair.

Auk þess er flogið beint frá Keflavík til Birmingham, Edinborgar, Glasgow og til Lundúna. Það er því lítið mál að hefja ferðalagið á einum stað og fljúga heim frá öðrum.

Nóttin á nokkra þúsundkalla

Samkvæmt lauslegri athugun þá kostar nóttin á tjaldstæðunum um tvö til fjögur þúsund krónur ef tveir gista saman. Þeir sem kjósa þennan kost geta því komist mjög ódýrt frá Bretlandsreisunni og sérstaklega ef flugið er bókað með góðum fyrirvara því eins og áður segir þá er regluleg hægt að fá flug, aðra leiðina, á innan við tíu þúsund krónur.

Þeir sem ferðast með tjald mega þó við að borga aukalega farangursgjald ef miði er keyptur hjá lággjaldaflugfélagi.

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUM BRETLANDS

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny