WOW air sjöunda besta lággjaldaflugfélag Evrópu

Í flokki lágfargjaldaflugfélaga þykir hið íslenska WOW air vera eitt af þeim fremstu í Evrópu. Hér eru listar þeirra félaga sem þykja standa sig best í að flytja fólk á milli staða. MEIRA

 

 

Í flokki lágfargjaldaflugfélaga þykir hið íslenska WOW air vera eitt af þeim fremstu í Evrópu. Hér eru listar þeirra félaga sem þykja standa sig best í að flytja fólk á milli staða.

Forsvarsmenn nokkurra flugfélaga höfðu ástæðu til að gleðjast í gær þegar hin árlega Skytrax verðlaunaafhending fór fram á flugsýningunni í Farnborough. Þar eru veitt verðlaun til tíu félaga í nokkrum mismunandi flokkum og er niðurstaðan byggð á áliti nærri 19 milljóna flugfarþega um allan heim. Farþegar í meira en 160 löndum tóku þátt í síðustu könnun sem tók til samtals 245 flugfélaga.

Sex af tíu fljúga til Keflavíkur

Þau flugfélög sem skipa fjögur efstu sætin á listanum yfir bestu lágfargjaldaflugfélögin í Evrópu fljúga öll til Íslands. Í sjöunda sæti er WOW air og í því tíunda er Flybe sem hóf nýlega Íslandsflug.

WOW air fær sína hæstu einkunn, 4,5 stjörnur, fyrir að veita upplýsingar á fjölda tungumála á heimasíðu sinni en fær eina stjörnu fyrir neytendaþjónustu á vefsíðu, netinnritun og afþreyingu um borð. Þess ber að geta að eingöngu átján farþegar hafa lagt dóm sinn á WOW air en til samanburðar má geta að hátt í þrjú hundruð manns hafa sagt skoðun sína á Norwegian og rúmlega fimmtán hundruð á easyJet.

Listar þeirra bestu

Bestu flugfélögin

  Á heimsvísu Í Evrópu
1. Cathay Pacific Airways Turkish Airlines
2. Qatar Airways Lufthansa
3. Singapore Airlines Swiss
4. Emirates British Airways
5. Turkish Airlines Austrian
6. ANA All Nippon Air France
7. Garuda Indonesia Aegen Airlines
8. Asiana Airlines KLM
9. Etihad Virgin Atlantic
10. Lufthansa Finnair

 

Bestu lágfargjaldaflugfélögin

  Á heimsvísu Í Evrópu
1. Air Asia Norwegian
2. Air Asia X easyJet
3. Norwegian German Wings
4. Jet Star Airways FlyNiki
5. IndiGo airBaltic
6. easyJet Wizz Air
7. WestJet WOW air
8. Virgin America Pegasus Airlines
9. JetStar Asia Onur Air
10. Scoot flyBe

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið