Bílaleigubílarnir í Orlando standa í stað

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið. 

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið.

Það er löng hefð fyrir Flórídareisum frá Íslandi yfir vetrarmánuðina enda hefur Icelandair boðið upp á áætlunarflug til Sanford í Orlandó um langt árabil.

Á Flórída verða ferðamenn hins vegar að vera á bíl ef ætlunin er að fara eitthvað um. Samkvæmt verðkönnun Túrista í fyrra munaði miklu á verðunum sem leitarvélar eins og þær sem finna má hér hjá Túrista og Dohop fundu og svo á verðunum sem bílaleigurnar sjálfar buðu. Fyrri kosturinn var miklu ódýrari (sjá hér). Sá verðmunur virðist enn vera við lýði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Dýrari í október en ódýrari í febrúar

Við könnuðum verðið á ný og niðurstaðan sýnir að í október kostar bíllinn aðeins meira í dag en hann kostaði í fyrra en leiguverðið í febrúar eru litlu lægra. Á þeim tíma sem leið milli kannanna styrktist gengi íslensku krónunnar um nærri fjóra af hundraði sem er jafn mikið og ódýrari valkosturinn í febrúar hefur lækkað.

Lítill munur á stærðum

Í fyrra kostaði bíll í flokknum „Intermediate“ í átta daga í febrúar að lágmarki 29.243 krónur en er núna á 27.947 krónur. Sem fyrr er það Rentalcars, samstarfsaðili Túrista, sem býður best. Hjá Dohop og Icelandair (fyrirtækin styðjast við sömu bílaleiguleit) eru verðin ögn hærri en hjá Hertz kostar hann rúmar 33 þúsund krónur. Í nóvember í fyrra var ódýrasti bíllinn á 26.784 krónur en er núna á 28.174 krónur. Verðmunurinn er því sáralítill á milli ára.

Þeir sem vilja leigja sjö manna bíl í flokknum „Mini Van“ borga minnst 39.334 í gegnum Rentalcars en samskonar bíll er á rúmar 52 þúsund hjá Hertz dagana 6. til 14. febrúar. Í fyrra var Budget tekið með í könnuninni en leitarvél fyrirtækisins finnur í dag engan bíla við Sanford.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó:

Meðalstór bíll (Intermediate)
31.okt-8.nóv. ’146.-14.feb.’15
Dohop29.748 kr.28.281 kr.
Hertz33.174 kr.27.947 kr.
Rentalcars*28.174 kr.33.147 kr.
Stór bíll (Mini-Van)
31.okt-8.nóv. ’14
6.-14.feb.’15
Dohop41.980 kr.40.888 kr.
Hertz51.691 kr.39.334 kr.
Rentalcars*38.865 kr.52.618 kr.

 

 

 

 

*Rentalcars.com varð fyrir valinu þegar Túristi valdi sér samstarfsaðila til að sjá um bílaleiguleit Túrista. Verðlagið og sú staðreynd að síðan er á íslensku skiptu þar höfuðmáli.

TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando

Mynd: Visit Orlando