Samfélagsmiðlar

Bílaleigubílarnir í Orlando standa í stað

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið. 

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið.

Það er löng hefð fyrir Flórídareisum frá Íslandi yfir vetrarmánuðina enda hefur Icelandair boðið upp á áætlunarflug til Sanford í Orlandó um langt árabil.

Á Flórída verða ferðamenn hins vegar að vera á bíl ef ætlunin er að fara eitthvað um. Samkvæmt verðkönnun Túrista í fyrra munaði miklu á verðunum sem leitarvélar eins og þær sem finna má hér hjá Túrista og Dohop fundu og svo á verðunum sem bílaleigurnar sjálfar buðu. Fyrri kosturinn var miklu ódýrari (sjá hér). Sá verðmunur virðist enn vera við lýði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Dýrari í október en ódýrari í febrúar

Við könnuðum verðið á ný og niðurstaðan sýnir að í október kostar bíllinn aðeins meira í dag en hann kostaði í fyrra en leiguverðið í febrúar eru litlu lægra. Á þeim tíma sem leið milli kannanna styrktist gengi íslensku krónunnar um nærri fjóra af hundraði sem er jafn mikið og ódýrari valkosturinn í febrúar hefur lækkað.

Lítill munur á stærðum

Í fyrra kostaði bíll í flokknum „Intermediate“ í átta daga í febrúar að lágmarki 29.243 krónur en er núna á 27.947 krónur. Sem fyrr er það Rentalcars, samstarfsaðili Túrista, sem býður best. Hjá Dohop og Icelandair (fyrirtækin styðjast við sömu bílaleiguleit) eru verðin ögn hærri en hjá Hertz kostar hann rúmar 33 þúsund krónur. Í nóvember í fyrra var ódýrasti bíllinn á 26.784 krónur en er núna á 28.174 krónur. Verðmunurinn er því sáralítill á milli ára.

Þeir sem vilja leigja sjö manna bíl í flokknum „Mini Van“ borga minnst 39.334 í gegnum Rentalcars en samskonar bíll er á rúmar 52 þúsund hjá Hertz dagana 6. til 14. febrúar. Í fyrra var Budget tekið með í könnuninni en leitarvél fyrirtækisins finnur í dag engan bíla við Sanford.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó:

Meðalstór bíll (Intermediate)
31.okt-8.nóv. ’146.-14.feb.’15
Dohop29.748 kr.28.281 kr.
Hertz33.174 kr.27.947 kr.
Rentalcars*28.174 kr.33.147 kr.
Stór bíll (Mini-Van)
31.okt-8.nóv. ’14
6.-14.feb.’15
Dohop41.980 kr.40.888 kr.
Hertz51.691 kr.39.334 kr.
Rentalcars*38.865 kr.52.618 kr.

 

 

 

 

*Rentalcars.com varð fyrir valinu þegar Túristi valdi sér samstarfsaðila til að sjá um bílaleiguleit Túrista. Verðlagið og sú staðreynd að síðan er á íslensku skiptu þar höfuðmáli.

TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando

Mynd: Visit Orlando

 

 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …