Samfélagsmiðlar

Bílaleigubílarnir í Orlando standa í stað

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið. 

Verðskrár bílaleiganna í Flórída eru nær óbreyttar á milli ára, alla vega í krónum talið.

Það er löng hefð fyrir Flórídareisum frá Íslandi yfir vetrarmánuðina enda hefur Icelandair boðið upp á áætlunarflug til Sanford í Orlandó um langt árabil.

Á Flórída verða ferðamenn hins vegar að vera á bíl ef ætlunin er að fara eitthvað um. Samkvæmt verðkönnun Túrista í fyrra munaði miklu á verðunum sem leitarvélar eins og þær sem finna má hér hjá Túrista og Dohop fundu og svo á verðunum sem bílaleigurnar sjálfar buðu. Fyrri kosturinn var miklu ódýrari (sjá hér). Sá verðmunur virðist enn vera við lýði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Dýrari í október en ódýrari í febrúar

Við könnuðum verðið á ný og niðurstaðan sýnir að í október kostar bíllinn aðeins meira í dag en hann kostaði í fyrra en leiguverðið í febrúar eru litlu lægra. Á þeim tíma sem leið milli kannanna styrktist gengi íslensku krónunnar um nærri fjóra af hundraði sem er jafn mikið og ódýrari valkosturinn í febrúar hefur lækkað.

Lítill munur á stærðum

Í fyrra kostaði bíll í flokknum „Intermediate“ í átta daga í febrúar að lágmarki 29.243 krónur en er núna á 27.947 krónur. Sem fyrr er það Rentalcars, samstarfsaðili Túrista, sem býður best. Hjá Dohop og Icelandair (fyrirtækin styðjast við sömu bílaleiguleit) eru verðin ögn hærri en hjá Hertz kostar hann rúmar 33 þúsund krónur. Í nóvember í fyrra var ódýrasti bíllinn á 26.784 krónur en er núna á 28.174 krónur. Verðmunurinn er því sáralítill á milli ára.

Þeir sem vilja leigja sjö manna bíl í flokknum „Mini Van“ borga minnst 39.334 í gegnum Rentalcars en samskonar bíll er á rúmar 52 þúsund hjá Hertz dagana 6. til 14. febrúar. Í fyrra var Budget tekið með í könnuninni en leitarvél fyrirtækisins finnur í dag engan bíla við Sanford.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó:

Meðalstór bíll (Intermediate)
31.okt-8.nóv. ’146.-14.feb.’15
Dohop29.748 kr.28.281 kr.
Hertz33.174 kr.27.947 kr.
Rentalcars*28.174 kr.33.147 kr.
Stór bíll (Mini-Van)
31.okt-8.nóv. ’14
6.-14.feb.’15
Dohop41.980 kr.40.888 kr.
Hertz51.691 kr.39.334 kr.
Rentalcars*38.865 kr.52.618 kr.

 

 

 

 

*Rentalcars.com varð fyrir valinu þegar Túristi valdi sér samstarfsaðila til að sjá um bílaleiguleit Túrista. Verðlagið og sú staðreynd að síðan er á íslensku skiptu þar höfuðmáli.

TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando

Mynd: Visit Orlando

 

 

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …