Byggilegustu borgirnar

Í Ástralíu eru fjórar af þeim tíu borgum sem sérfræðingar Economist segja bestar til búsetu. Þrjár kanadískar borgir eru líka á listanum. MEIRA

 

 

 

Í Ástralíu eru fjórar af þeim tíu borgum sem sérfræðingar Economist segja bestar til búsetu. Þrjár kanadískar borgir eru líka á listanum.

Þar sem heimamenn hafa það gott getum við ferðamennirnir sennilega líka notið þess að dvelja um tíma. Þeir sem vilja verja nokkrum góðum dögum í borg sem þykir með þeim byggilegustu í heimi geta leitað í smiðju tímaritsins Economist en sérfræðingar á þeirra vegum reikna árlega út í hvaða stórborgum íbúarnir hafa það best. Líkt og svo oft áður eiga Ástralía og Kanada marga fulltrúa á listanum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Fjórar í leiðakerfi Keflavíkurflugvallar

Fyrir þá sem vilja fljúga beint héðan í sæluna geta valið á milli reglulegra ferða með Icelandair til Vancouver, Toronto og Helsinki og á sumrin fljúga flyNiki og Austrian til Vínarborgar.

10 byggilegustu borgirnar skv. Economist:

  1. Melbourne, Ástralía
  2. Vín, Austurríki
  3. Vancouver, Kanada
  4. Toronto, Kanada
  5. Calgary, Kanada
  6. Adeleide, Ástralía
  7. Sydney, Ástralía
  8. Helsinki, Finnland
  9. Perth, Ástralía
  10. Auckland, Nýja-Sjáland

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny