Fleiri farþegar með Delta frá Keflavík

Fjórða sumarið í röð býður stærsta flugfélag í heimi upp á beint flug hingað frá New York. Viðtökurnar hafa aldrei verið betri. MEIRA

 

 

 

Fjórða sumarið í röð býður stærsta flugfélag í heimi upp á beint flug hingað frá New York. Viðtökurnar hafa aldrei verið betri.

Bandaríska flugfélagið Delta hefur flogið allt að daglega milli New York og Keflavíkur í sumar og hefur framboð félagsins, á ferðum hingað til lands, aukist ár frá ári frá því að Íslandsflug þess hófst sumarið 2011. Þá stóð reyndar til hjá forsvarsmönnum félagsins að fljúga hingað frá byrjun júní og fram til loka október en ekkert varð úr því og hefur Delta allar götur síðan haldið sig við flug hingað yfir sumarmánuðina þrjá.

Viðbótarsætin seldust

Í farþegum talið þá er Delta stærsta flugfélag í heimi og aldrei áður hafa umsvif félagsins á Keflavíkurflugvelli verið jafn mikil og í ár. Þessi aukna tíðni ferða til Íslands hefur skilað sér því að sögn Olivia Cullis, upplýsingafulltrúa félagsins, fjölgaði farþegum í Íslandsflugi Delta um 14 prósent í júní og júlí og útlit er fyrir að aukningin nemi rúmlega fimmtungi í þessum mánuði. Samkvæmt talningu Túrista þá fjölgaði ferðum Delta til og frá landinu um 17 prósent fyrstu tvo mánuði sumarins sem er álíka aukning og varð í fjölda farþega.

Delta notar sömu stærð af Boeing þotum í fluginu hingað í ár og árin á undan.

Mun fleiri Bandaríkjamenn til landsins

Í júlí voru í boði 111 áætlunarferðir til New York með Icelandair og Delta samkvæmt talningu Túrista. Til samanburðar voru ferðirnar í mars sl. fimmtíu talsins. Bandaríkjamenn eru næst fjölmennsta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi og á fyrstu sjö mánuði ársins komu hingað nærri níutíu þúsund bandarískir ferðamenn samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Það er aukning um tuttugu þúsund manns frá sama tíma í fyrra.

SÉRVALIN HÓTEL Í NEW YORK Á VEGUM TABLET HOTELS:
NIGHT HOTEL (Frá 11þús)ACE HOTEL (FRÁ 14þús)THE MARLTON (frá 17þús)

NÝJAR GREINAR: ÁFANGASTAÐIR VETRARINSÁFANGASTAÐIR SEM GÆTU FALLIÐ NIÐUR
HÓTEL: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM
BÍLALEIGA: HVAÐ KOSTAR AÐ LEIGJA BÍL Í ÚTLÖNDUM