Ætla að fljúga með 44 þúsund Íslendinga til útlanda

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið. MEIRA

 

 

 

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið.

Í dag býður breska lággjaldaflugfélagið easyJet upp á beint flug héðan til fjögurra breskra borga og Basel í Sviss. Bráðlega bætast við ferðir til Genfar, Belfast og Gatwick í London. Til allra borga verður flogið allt árið um kring og munu vélar félagsins taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rúmlega hundrað sinnum í hverri viku samkvæmt tilkynningu.

Forsvarsmenn easyJet áætla að um fjögur hundruð þúsund farþegar muni nýta sér áætlunarflugið til og frá Íslandi.

Vilja væna sneið af kökunni

Undanfarið hafa íslenskir farþegar aðeins skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi easyJet og í viðtali við Viðskiptablaðið segist Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet, búast við að hlutfall Íslendinga um borð haldist óbreytt þrátt fyrir aukin umsvif í vetur og á næsta ári. Ef þessar spár ganga eftir munu um 44 þúsund íslenskir farþegar fljúga frá Keflavík til áfangastaða easyJet í Bretlandi og Sviss. Til samanburðar má geta að á síðasta ári innrituðu 358 þúsund íslenskir farþegar sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið easyJet er því að ná að lágmarki tíunda hverjum íslenska farþega um borð í sínar vélar.

Ódýrara flug í kortunum

Lægstu fargjöld easyJet til London í haust hafa lækkað um nærri helming frá því í fyrra líkt og kom fram í verðkönnun Túrista í byrjun vikunnar. Verð WOW air og Icelandair eru einnig umtalsvert lægri en í lok október fjölgar breska félagið ferðum sínum hingað frá höfuðborg Bretlands. Aðspurð hvort sú aukning eigi eftir að skila sér í lægri verðum á markaðnum segir Anna Knowles, talskona easyJet, að viðbótarflug til London geti haft þau áhrif að verðið lækki vegna aukins framboðs. Hún segir að það sé markmið easyJet að bjóða upp á fargjöld á viðráðanlegu verði frá öllum sínum áfangastöðum og þeir sem bóka með góðum fyrirvara spari sér mest.

TENGDAR GREINAR: Mun fleiri taka frá sæti hjá easyJet en WOWHlutfall Íslendinga hjá easyJet hríðlækkar

Sérvalin hótel á áfangastöðum easyJet af Tablet Hotels:
Maxwell í LondonGrand Hotel Zermatt í BaselThe Bonham EdinborgRadission Blu Edwards í ManchesterLa Cour des Augustins í Genf