Samfélagsmiðlar

Ætla að fljúga með 44 þúsund Íslendinga til útlanda

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið. MEIRA

 

 

 

Umsvif easyJet aukast enn frekar hér á landi á næsta ári og félagið áætlar að ná fleiri Íslendingum um borð. Talskona félagsins segir að aukið framboð hafi áhrif á verðið.

Í dag býður breska lággjaldaflugfélagið easyJet upp á beint flug héðan til fjögurra breskra borga og Basel í Sviss. Bráðlega bætast við ferðir til Genfar, Belfast og Gatwick í London. Til allra borga verður flogið allt árið um kring og munu vélar félagsins taka á loft frá Keflavíkurflugvelli rúmlega hundrað sinnum í hverri viku samkvæmt tilkynningu.

Forsvarsmenn easyJet áætla að um fjögur hundruð þúsund farþegar muni nýta sér áætlunarflugið til og frá Íslandi.

Vilja væna sneið af kökunni

Undanfarið hafa íslenskir farþegar aðeins skipað 11 prósent sætanna í Íslandsflugi easyJet og í viðtali við Viðskiptablaðið segist Ali Gayward, framkvæmdastjóri easyJet, búast við að hlutfall Íslendinga um borð haldist óbreytt þrátt fyrir aukin umsvif í vetur og á næsta ári. Ef þessar spár ganga eftir munu um 44 þúsund íslenskir farþegar fljúga frá Keflavík til áfangastaða easyJet í Bretlandi og Sviss. Til samanburðar má geta að á síðasta ári innrituðu 358 þúsund íslenskir farþegar sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið easyJet er því að ná að lágmarki tíunda hverjum íslenska farþega um borð í sínar vélar.

Ódýrara flug í kortunum

Lægstu fargjöld easyJet til London í haust hafa lækkað um nærri helming frá því í fyrra líkt og kom fram í verðkönnun Túrista í byrjun vikunnar. Verð WOW air og Icelandair eru einnig umtalsvert lægri en í lok október fjölgar breska félagið ferðum sínum hingað frá höfuðborg Bretlands. Aðspurð hvort sú aukning eigi eftir að skila sér í lægri verðum á markaðnum segir Anna Knowles, talskona easyJet, að viðbótarflug til London geti haft þau áhrif að verðið lækki vegna aukins framboðs. Hún segir að það sé markmið easyJet að bjóða upp á fargjöld á viðráðanlegu verði frá öllum sínum áfangastöðum og þeir sem bóka með góðum fyrirvara spari sér mest.

TENGDAR GREINAR: Mun fleiri taka frá sæti hjá easyJet en WOWHlutfall Íslendinga hjá easyJet hríðlækkar

Sérvalin hótel á áfangastöðum easyJet af Tablet Hotels:
Maxwell í LondonGrand Hotel Zermatt í BaselThe Bonham EdinborgRadission Blu Edwards í ManchesterLa Cour des Augustins í Genf

 

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …